Donnerstag, 23. Dezember 2010

Það koma vonandi jól!

Ég veit þetta er langt. En vonandi gefið þið ykkur tíma til að setjast niður og lesa allt saman.

Dagur 1. Kæri jólasveinn.
Þakka þér ofboðslega hrikalega innilega fyrir að senda mér þennan fallega jóla snjó sem ég óskaði mér um jólin. Hann er þó dálítið blautur og ég á erfitt með að komast á hjólinu í skólann. En það reddast.
Þakka þér fyrir, virðingarfyllst
Árný Lára

Dagur 2. Kæri Jóli
Ég get ekki útskýrt hvað við vorum hissa að heyra frá þér aftur og fá að gjöf, enn meiri snjó og skaflarnir eru farnir að stækka. Að vísu varð ég dálítið lengur á leiðinni í skólann í þetta skiptið.
Þín einlæg
Árný Lára

Dagur 3. Kæri Jóli
Við hljótum að vera eftst í huga þér þessi jól, ég var rétt búinn að líma frímerkið á bréfið til þín þegar ég lít út um gluggan og sé að það er enn og aftur byrjað að snjóa! Ég þurfti reyndar að labba niður brekkuna þar sem þar líka farið að kólna aðeins. Kannski ég verði að kaupa mér hlýrri jakka og húfu fyrir svona veður.
Þakka þér vinsældina, þín
Árný

Dagur 4. Kæri Jóli
Þú hlýtur ekki að hafa fengið bréfið frá mér fyrst þú sendir okkur einn meiri snjó, enn meiri kulda og biluð jólaljós. Ég veit að þú vilt okkur vel
Þinn vinur
Árný

Dagur 5. Kæri Jóli
Ertu orðinn kolvitlaus maður? .Þegar ég frétti að það væri komin gjöf til mín þá var ég að vonast til að fá smá hlýindi en ekki enn meiri snjó! En ég vil ekki vera vanþakklát í þinn garð
Þín Árný

Dagur 6. Jóli?
Hvað ertu að reyna að gera okkur eiginlega? Það er ekki það að við kunnum ekki að meta gjafmildina þína en þessir skaflar gerðu það að verkum að strætóinn kom einum og halfum tíma of seint. Krakkarnir skammaðir fyrir að mæta of seint og ég varð að labba síðasta spölin í skólann eftir að hafa næstum runnið í ánna. Þú verður að skilja mig.
Árný

Dagur 7. Jóli?
Þetta er ekkert fyndið hjá þér lengur. Það gæti svo sem verið ofsalega kósý að vera heima í svona veðri með heitt kakó og hlusta á jólatónlist. En það er ekkert til sem heitir snjófrí í Sviss. Þeir eru að verða brjálaðir í skólanum út af seinkomu nemenda, kennarinn öskraði í morgunn vegna bleytu sem kom frá snjó og ég verð að leggja 20 mín fyrr af stað til að ná í skólann á réttum tíma! Það er eins gott að þessi snjór endist langt eftir jól! En hættu að senda, þetta er ekki sanngjarnt.

Dagur 8. Jóli?
Hver gefur þér eiginlega leyfi til þess að senda okkur hundrað syngjandi karla berjandi í kúabjöllur glimrandi um göturnar. Ekki til svefnfriður. Svo er ég komin með nóg að dyraötum frá þér! Ég er mjög svekkt útí þig.

Dagur 9.
Hlustaðu nú ófétið þitt. Það er nóg af kulda, látum og leiðindum í skólanum. En að þú skulir ganga um með svartan ljótan karl sem skilur eftir sig sótsvört andlit og sæti. Það var þér fyrir bestu að maðurinn hafði vit á því að snerta mig ekki. Ég vara þig við. Þinn óvinur
Árný

Dagur 10.
Heyrðu mig nú feitabollan þín, það er búið að loka flugvellinum í Genf vegna of mikils snjós. Lestakerfið er í rugli og ég þarf að vakana 6 á morgnanna til að hunskast í skólann í skítakulda vegna þess að við erum á seinusta séns því strædóinn er að huga að nýrri tíma töflu þar sem hann er alltaf of seinn! Ég skal finna þig í fjöru.

Dagur 11.
Þú ert ekki í lagi! Ég hef þurft að þola kulda, snjókomur, skammir og leiðindi í hátt í tæpar tvær vikur. Og svo núna rétt fyrir jól sendiru okkur þessa dembandi rigningu og rok!
Ég veit að þú ert svekktur útí mig fyrir síðar þarna um árið en bojóboj þetta er fullmikið og ég segi það enn einu sinni og stendi við það. JÓLA HVAÐ!!!

Eins og þið sjáið þá er ég í gríðarlegu jólaskapi. Þetta verður sennilega fyrsta og síðasta skiptið sem ég á eftir að sakna skötunnar á þorláksmessu, troðningsing við Hapkaups kassana og óþolandi blikkseríurnar! Verð reyndar að viðurkenna að pakkinn sem ég fékk frá þeim heima er alveg að bjarga málunum. Kannski að teikningarnar hennar Sigrúnar og súkkulaðið geti gert kraftaverk svona rétt yfir jólin. Annar er komin 23 desember og mér líður eins og 13 október. Skellti mér í það áðan að föndra jólaskraut. Það er skandall hvað það er lítið hérna. Ég myndi samt gefa aðra hendina fyrir frí í morgunn. Sérstaklega þar sem það er þema vika í gangi og í morgunn var stærðfræði dagur! Ég sem hélt það gæti ekki orðið meira ó jólalegt hérna. Það er klárt að það verða ekki íslensk jól á þessu heimili. Ef það er eitthver sem spyr sig hvað mér finnst tilheyra íslenskum jólum þá skal ég svara því hér og nú. Brosandi andlit þrátt fyrir erfiðan dag, spenningur og frí á þorláksmessu! Það væri of mikils ætlast ef ég færi að biðja um hamborgarahrygg, sykurhúðaðar kartöflur og skötu. Þó ég gæfi mikið fyrir það núna. Fæ mér tvöfaldann skammt þarnæstu jól!

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1218.snc4/157018_477160214853_645229853_5456124_5218208_n.jpg

Ég gef þeim mæðginum þó prik fyrir einstaka garðskreytingu! Hreindýr eða sjóhundur. Þetta gefur mér allavega hlýjar móttökur og kemur mér allavega í gott skap!

En að daglegu þjasi í Sviss. Ég stóð í röðinni í Migros í morgun og mér var mikið skemmt af kínverskum túristum sem voru á undan mér! Miðað við spuringarnar hjá þeim þá finnst mér hálf ótrúlegt að þeir hafi komist alla leið Kína. ,,Takið þið bandaríksa dali?". ,,Nei", sagði afgreiðslu konan hálf hneiksluð á spurningunni. ,,En evrur?" sagði túristinn orðin dálítið stressaður enda með fullar körfur og löng röð á eftir honum. Afgreiðslu konan sagði eitthvað um að aðeins væri hægt að borga með seðlum og ræddi eitthvað við túristann sem var orðin verulega stressaður. ,, En takið þið kúlúggúla kort" sagði hann loks(Ég náði ekki alveg nafninu). Afgreiðslu konan var alveg að gefast upp, starði bara á hann og gaf honum hreint nei eða "ég hef ekki hugmynd hvað það er" með augnaráðinu einu. ,, En kredit kort hlítur að duga." segir hann eftir korters pælingar. Síðan tíndu þeir þrjátíu súkkulaði stykki og eitthvað svipað magn af hrísgrjónum upp á borðið. Þessir túristar!
Ég er að reyna telja sjálfum mér trú um að ég hafi aldrei verið svona túristi. Þó ég veit innst inni að ég er í gríðarlegri afneytun. Við höfum flest upplifað eitthvað nýtt í nýju landi sem öðrum fynnst hluti af daglegu lífi. Við erum bara með mis mikið af okkar mómentum í því.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs791.snc4/67171_477159479853_645229853_5456103_6660364_n.jpg
Ein frá því þegar við fórum að renna okkur í brekkunum. Loksins að ég fann eitthvern.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1369.snc4/164175_477159594853_645229853_5456105_200774_n.jpg

Þessi þorláksmessu dagur var þó ekki alslæmur. Fékk fyrstu einkunnina mína í morgun, fyrir myndlist. Var alveg hæst ánægð með framlag kennarans. Vorum þrjú hæst. Nokkuð góð byrjun á einkunnum verð ég að segja! Myndlist er svo sem eitthvað sem maður getur gert á nokkurra tungumála kunnáttu. Kemur sér vel að hafa eitt svona fag á dagskránni. Sérstaklega þar sem þetta er grunnfagið mitt. Ætli maður verði ekki að stefna á sömu einkunn í stærðfræði. Gangi mér vel..

Ég var að reyna byggja upp voðalega jólastemmingu hérna áðann. Skellti íslenskum jólalögum í gang og lét fara vel um mig. Þetta var allt á góðri leið þangað til bölvaður söngvarinn missti út úr sér malt og appelsín. Ég ætla biðja ykkur um að senda mér allt áramótaskaupið, bæði fjöldskyldu og íslands skaupið, alla annálana og ég gæti vel þegið ávarp forsætisráðherra líka!

Svona ef þið nenntuð að lesa þetta allt þá spyrjið þið sjálfsagt ,,Jæja nú er hún með heimþrá". Nei, ég held nú ekki. Það er bara þannig að íslensku jólin eru einstök. Samkendin sem við höfum með hvort öðru er einstök. Ég finn ekki vott af því hérna.
En á meðan ég þvældi hérna fyrir ofan um erfið jól, þá fór ég að hugsa hvernig ég ætti að geta bjargað jólunum og gert þau dálítið íslensk-svissneks. Var rétt búinn að hugsa spurninguna þegar mér datt svo margt í hug. Elda möndlugraut, hengja upp íslenska fánann aftur og brosa allan daginn. Það hlítur eitthver að brosa til mín á endanum. Hlusta svo nóg mikið á íslensk jólalög þá kemur þetta. Betra seint en aldrei! Ef þetta kallast ekki að taka málin í sínar hendur þá veit ég ekki hvað.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/hs031.snc6/166181_478238144853_645229853_5473357_5301868_n.jpg

Jólakortið góða. Eins og ég sagði þá get ég ekki merkt alla inn á myndina inn á facebook. En vil samt minna á að þetta er kort er ætlað öllum konum og körlum!