Sonntag, 12. Dezember 2010

Jóla jóla

Það er alveg merkilegt hvernig þau halda jólin hérna!

Ég og Sofia vorum rétt komnar út úr lestinni þegar við heyrðum þennan ótrúlega hávaða. Þetta var eins og að heyra óþolandi bjöllu hljóðið hjá ofvaksinni kýr! Eða öllu heldur heilli hjörð.
Fyrir framan okkur voru tugir ef ekki hundrað fullorðnir karlmenn með risa bjöllur berjandi þeim samann til að gera sem mest læti eins og mögurlegt er. Í halaróu á eftir þeim komu þessir furðulegu klæddu aðilar í hvítum kirtlum með ljós á hausnum og yfir það hatt svo að myndir sáust í gegnum hattinn. Minnti mig mest á myndirnar sem við föndruðum í Grundaskóla hérna í denn. Svo á eftir þessu öllu samann komu litlu krúttlegu krílin með kindla og kerti. Það var sennilega það eina hátíðlega við þessa göngu! Frétti svo seinna að þetta væri gert til að vekja jólasveininn sem síðar kæmi og talaði við börnin niðrí bæ. Við létum þar við sitja báðar með reyk eitrun, hausverk og orðlausar yfir þessum uppátækjum landsmanna.

En hvar er þetta hefðbundna jóla"stemming"? Jólagjafa innkaupin og þessi sterki sterki spenningur fyrir jólunum? Er ekki frá því að ég sakni þess dálítið! Ég er nú samt ekki frá því að ég sé kominn í smá jólaskap. Finn ekki vott af því hjá svisslendingum og þeir skilja ekkert í því afhverju ég hlakka svona til. Auðvitað setja þeir upp ljós, skreyta og baka kökur. En þetta er engan vegin sama tilfinningin og sú sem maður fær þegar jólin nálgast á Íslandi. ,,Jólin eru leiðinleg" sagði einn. Ég held ég hafi aldrei verið jafn hneyksluð! Reyndar er kannski dálítið snemmt fyrir námsmenn eins og mig að byrja hlakka til. Við námsmenn fáum ekki frí fyrr en 23 desember! Mér finnst það náttúrlega alveg arfa slakt, en læt mig hafa það. Það sem kemur mér þó í jólaskapið eru öll ljósin, snjórinn og þessi hressi jólaveinn sem gengur milli húsa. Sennilega sá eini sem er kominn í jólaskap. En þessi jóli kom í heimsókn um daginn Eða öllu heldur ætlaði að koma í heimsókn. Þannig er að jólasveininn gengur í öll hús ásamt hjálparsveini og vondum karli(einskonar gríla) til að ræða við húseigendur og börnin á heimilinu. Þessi tiltekni jólasveinn á það til að tala svo mikið. Svo ég, Sami og Andrea höfðum enda lyst til að tala við þá. Andrea ætlaði fyrst að vera kurteis. En þegar hún sá að ég og Sami höfðum slökkt öll ljós inn í eldhúsi, þar sem við sátum og borðuðum gómsæta pizzu, þá gerði hún það sama og endaði meira að segja á því að læðast út um bakdyrnar. Svo var náttúrlega toppurinn á öllu þegar við földum okkur bak við gluggatjöldin svo að jóli myndi ekki sjá okkur. Svo gægðumst út um gluggan til að sjá hann. Fékk svona hálfgert kikk, eins og ég væri fimm ára aftur. En áttaði mig eftir smá að ég væri hér standandi bakvið gluggatjöld með 24 ára bróðir mínum. Við ætluðum aldrei að hætta hlægja af þessar vitleysu. En okkur datt ekki í hug að kveikja ljósin! Svona til öryggis ef jóli koma aftur.

Það eru fjórir hlutir sem mér finnst möst um jólin: Jólaköku bakstur, snjór, ljós og rétti andinn. Á þessara hluta eru enginn jóla! Ljósin eru að týnast upp hérna út um allt, snjórinn hefur streymt niður eins og vatn úr krana síðustu daga og við tókum heljarinnar kökubakstur um daginn. Allar mögurlegar gerðir, því miður ekkert eins og heima. Nema spesíurnar. Einu af fáu jólakökunum sem mér finnst voðalega vondar. En núna þarf bara að bíða eftir jólunum. Sú bið er alltaf lengi að líða.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1237.snc4/156946_468616864853_645229853_5332752_5232454_n.jpghttp://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash2/hs604.ash2/155631_468616929853_645229853_5332754_8072753_n.jpg
Efnilegur bakari og ekki svo efnilegur bakari.

Það kom mér dálítið á óvart hvað svisslendingarnir eru þrjóskir. Það myndi ekki nokkrum íslendingi detta það í hug að hjóla í sköflum. Þeir láta bara vaða. Ég ákvað auðvitað að gera slíkt hið sama, láta vaða. Það reyndist reyndar þrautinni þyngra að hjóla í sköflunum og það koma oftar fyrir en einusinni að ég missti stjórn á hjólinu og/eða endaði í næsta skafli. Ég hafði reyndar lúmskt mikinn húmor fyrir þessu enda ógeðslega fyndið að sjá reiðhjól fasti í skafli. Í hvert skipti hugsaði ég ,,hvaða vitleysingi dettur í hug að hjóla í svona ófærð".

Það er þó ýmislegt sem maður lærir hérna. Ekki bara verð ég orðin þræl reynd í snjó-hjóla kappi þegar ég kem heim! Heldur íhuga ég að leggja fyrir mig lúðrablástur og jóðl á næstunni. Marcel laug nú að nágrönnunum þegar ég var ný kominn að ég hefði gríðarlega mikinn áhuga. Ég er alveg hand viss um að gaulið í mér færi vel samann við sekkjapíu ískrið í Sami. En ég hef reynt að kenna þeim hitt og þetta af okkur Íslendingunum. Reyndi rétt áðan að kenna þeim að borða harðfisk. Það enduði á því að náð var í skæri og klippt fiskinn. Harðfiskurinn var of harður. Þau voru varinn að óttast að missa tennurnar með þessu áframhaldi. Þessir svisslendingar..

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs755.snc4/65551_468617279853_645229853_5332762_6510349_n.jpg

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1338.snc4/163037_470075269853_645229853_5356459_6091128_n.jpg
Það kom svona ótrúlega falleg veður síðasta laugardag! Alveg hreint óska jóla veður!

Ég skellti mér í stuttan göngutúr í snjónum. Ég segi það satt þetta veður var eins og hitabylgja í samanborið við veðrið tveimur dögum áður. Þá var -10 stig! Mig langaði fátt meira en að slást í hópinn með krökkunum sem voru að renna sér á marglituðu sleðunum niður hæðina. En nú hefst leitin endalausa að snjósleða félaga. Allir orðnir of gamlir fyrir svona lagað, segja þau. Ég sem hélt ég væri gömul. Ég veit þó að ég verð aldrei of gömul til að fíblast aðeins!

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs798.snc4/67862_470075494853_645229853_5356463_6240089_n.jpg

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1223.snc4/155505_470073534853_645229853_5356433_4968347_n.jpg

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1238.snc4/157072_470074904853_645229853_5356456_1696100_n.jpg

Það var sett upp Shakspear leikrit á dögunum í skólanum. Hópur frá Cambridges sem gerir þetta á hverju ári. Ferðast um Evrópu og setur upp þessa sýningu. Get ekki ímyndað mér hversu skemmtilegt þetta hlítur að vera! Væri meira en til í að taka þátt í svona sýningum. Í samræmi við sýningarnar lesum við í enskuklúbbnum leikritin. Svo að við vorum skildug að mæta á sjá verkið. Þetta var mjög áhugavert leikrit, ekki það skemmtilegasta en þau léku þetta vel. Annars er dálítið erfitt að fylgjast með leikriti sem fer fram á hárri ensku leikið að breksri kynslóð. En það gekk upp. Það sem mér fannst þó skrítið var að fyrstu orðin sem ég hugsaði þegar ljósin slokknuðu í salnum og aðeins ljósið sem beindi á mitt sviðið var "Afi, hvar erum við". Þetta poppaði bara upp í hausinn á mér. Alveg óskylt öllu því sem ég hafði hugsað mínútunni áður. Ætli það hafi ekki verið eitthvað við þetta móment sem kveikti á mér að nú væri komið að mér að segja mínar setningar. En akkúrat þarna var röðin kominn að öðrum. Þessar settningar virðast alveg pikkfastar í hausnum á mér. Ég gat röflað hálft leikritið án nokkurs vandræða. Mikið vildi ég að skóla lærdómurinn myndi festast svona vel í kollinum!

En það eru handboltaleikir sem fylla dagana mína um þessar mundir. Laura var að spila merkilegasta leik tímabilsins hjá liðinu í gær. Auðvitað mætir maður og hvetur þær áfram. Það er kannski ekki frásögu færandi eftir ræðuna sem ég gaf henni að þær unnu leikinn með sex mörkum. En engu að síður flottur leikur. Kanski aðeins of margar tvær mínútur og spjöld. Þessi kvennahandbolti! Svo er leikur hjá Sami bróður mínum á eftir. Hálf skammast mín að vera fyst núna að fara á leik hjá honum eftir nánast fjóra mánuði hérna. En seint er betra en aldrei eins og maðurinn sagði. Annars eru þetta erfiðar stundir, eins og þið vitið sem hafið setið heima með okkur systkinunum þegar íslenska handbotaliðið keppir. Dagurinn er ein tauga hrúa fram að leik, stressið í hámarki og mörg óæskileg orð látin falla og svo fer það allt eftir því hvernig leikurinn fer hvort dagurinn sé í lagi. Getið rétt ímyndað ykkur hvernig ég verð í janúar á HM. Þetta verður erfiður mánuður. Eða ég byrja að taka á spenningnum fyrir handbolta núna. Sennilega skynsamlegra ef ég ætla halda geðheilsu í janúar!

Það eru nú samt alltaf fleiri Íslendingum sem langa að fara erlendis um jónlin eða í fríinu heldur en þeir sem vilja sjá íslenska handboltaliðið núna. Ferðast milli borga og njóta lífsins. Við erum alveg ævintýrasjúk þjóð. Og ég er enginn undantekning. Reyndar þarf ég ekki að fara úr "landi", ef ég get orðað það þannig, til að komast til helstu borga Evrópu. Sem eru auðvitað kostur þar sem flugið kostar sitt. Ég er einmitt núna að athuga ferðir til, Frankfurt, Paris, Trento, Florens, Madrid, Milano og, og.... En haldið ykkur fast. Ferðirnar kosta aðra leið frá 2500kr-7500 kr!
Verið þið blessuð og sæl. Ég skal skila kveðju frá ykkur til Evrópu!!

Svona í tilefni þess að jólin eru tími ástar og friðar, þá ætla ég að enda færsluna á nokkra punktum sem ég tók úr frétt af pressunni "Ástin í augum barnanna". Þau voru víst ekki öll sammála hvernig ætti að skilgreina ást.

Ég ætla sko ekkert að flýta mér að verða ástfangin. Það er alveg nógu erfitt að vera í skólanum.
-Regína 10 ára.

Æ, hættu að spyrja mig að þessu með ástina, ég fæ hausverk...ég bara krakki og ég þarf enga ástina. -Ragnar 7 ára.

Strax á eftir þegar ég er búinn í leikskólanum ætla ég að finna mér konu. -Tómas 5 ára.