Dienstag, 23. November 2010

Ha? Ertu Íslendingur?

Ein létt og laggóð.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1186.snc4/150844_463323394853_645229853_5259630_6278493_n.jpghttp://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash2/hs484.ash2/75771_463333704853_645229853_5259794_6471098_n.jpg
http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1138.snc4/150046_463320449853_645229853_5259599_56307_n.jpghttp://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1153.snc4/149515_463323424853_645229853_5259631_2978086_n.jpg

Þjóðernisstoltið í hámarki! Varð hreinlega að fjárfesta í íslenska fánanum. Ég var auðvitað hæst ánægð með kaupin. Það er náttúrlega algjört möst að flagga honum við hvert tækifæri sem gefst. Svo þarna hengur hann alla daga, beint fyrir ofan rúmmið!
Ég fer að líkjast mexíkanska liðinu, en það gengur alltaf með einn lítinn í rassvasanum. Þar erum við að tala um stolt!

En ég veit ekki hvað ég er oft búinn að fá svipinn "í alvöru" þegar ég segist vera skiptinemi og það frá Íslandi. Núna síðast í mötuneytinu í skólanum. Við vorum fjögur saman og ætluðum að fá okkur eitthvað að borða. Spænku krakkarnir báðu öll um heitann mat, á bjagaðri skiptinema þýsku. Konan í afgreiðslunni lítur á mig og segir eitthvað óskiljanlega hratt á svissneskri þýsku, en eins ég sagði ykkur seinast þá er það eins og annað tungumál. Ég náttúrlega lít bara á hana bið hana um að tala þýsku. Svarið sem ég fékk var "Ó, ert þú líka skiptinemi".

Það er svo skríð að hugsa til þess hversu hratt þýskunni fer fram hérna. Fyrir þremur mánuðum gat ég aðeins sagt "Guten morge, ich heisse Árný". Það var nú ekki meira en þetta. En núna tala ég allan daginn þýsku án þess að blása úr nös! Kannski ekki fallegustu þýskuna, en þetta er samt þýska. Hef aldrei spáð í því hversu hratt mér fer fram í þýskunni fyrr en núna um daginn. Það var heimspeki tími og umræðan tók örlítið aðra stefnu en vanarlega. Þannig var að bekkurinn var að ræða mynd sem er núna í bíó "Börn eru okei". Þessi umræða fór öll fram á svissneskri þýsku sem þau gera alltaf þegar þau tala sín á milli. Eg gaf þvi enga athygli fyrr en Laura fór að segja mér allt aftur á þýsku að ég hafði skilið allt þrátt fyrir svissneskunna. Þetta var fyrsta skiptið sem ég skildi svissneska þýsku án nokkurrar fyrirhafnar!

Ég var ekki par ánægð þegar ég fékk póst frá pakka frá pabba um daginn. Í honum stóð "Ertu ekki örugglega í Sviss?" Þá hafði svissnesku bjánarnir í póstinum hérna sent pakkan með gottinu til baka! Þetta er annar pakkinn sem kemst ekki til skila. Það sauð í mér. Sigrún systir er kominn í fjöldaframleiðslu af teikningum og kotum sem fylgja pökkunum sem komast svo aldrei til skila og Nóa sírius hefur kvartað undan of miklu álagi í framleiðslu. Það kæmi mér ekki á óvart að eitthver í póstinum hafi verið svangur og étið allt samann. Ég skil hann svo sem alveg. Harðfiskur og nóakropp er ekki leiðilegur hádegismatur.
Hisvegar get ég ekki öfundað þá sem finna fyrsta pakkan. Ætli þeir fari ekki að geta gengið á lyktina, harðfiskurinn á laglega eftir að ilma eftir meira en mánuð í eitthverri geymslu!
Get allavega ekki ímyndað mér lyktina. Þriðji pakkinn, sem komst til skila, ótrúlegt afrek hjá póstinum! Lyktaði allavega rosalega og hann var aðeins 5 daga á leiðinni.
En það gerði mig afskaplega hamingjusama þegar ég fékk mér fystu súkkulaðirúsinuna eftir langann aðskilnað! Og ekki nóg með að ég fann ástina á ný heldur byrjaði að snjóa sama dag. Lokins, loksins! Mikið óskaplega varð ég glöð. Ég er búinn að bíða eftir þessu svo lengi og var orðin virkilega óþolinmóð. Nú kemst maður loksins á brettið! Wúbbí...
Var reyndar búin að lofa að fara á rassaþotuna ef ég ætlaði efst í brekkurnar. Ef þið þekkið mig rétt þá er auðvitað aldrei að fara gerast heldur er það bara einn, tveir og af stað niður hlíðina;)
Ég hef oft heyrt talað um þessa stöðluðu týpu af Íslendingi. S.s. blá augu, ljóst hár og stór. Svissleningarnir urðu því fyrir dálitlum vonbrigðum þegar ég kom þar sem uppfylli ekki öll skilyrðin. Núna, eftir að þau komust að því að ég kynni hvorki að skauta né á skíði og mér væri alltaf kalt, þá hafa þau byrjað að halda því fram að ég sé "feik" Íslendingur. Þar er allavega klárt mál að ég passa ekki í þeirra ímynd af Íslendingi!

En það er ekki bara langir unaðslegir dagar í fjöllunum framundann. Um daginn ákvað ég að splæsa á sjálfan mig miða á Cirque Du Soleil, sem á víst að vera einn flottast sirkus í heimi! Þannegað 12.des er vel frátekinn fyrir það plan. Leiðin liggur til Bern með Sofiu, sem er sennilega meira spenntari en ég.

Þessi færsla átti að vera rétt aðeins til að láta heyra í mér og vekja athygli á því að ég tek blogg-myndaátakið mjög alvarlega. En það mun alveg klárlega heyrast meira frá mér í þessum mánuði. Á eftir að henda inn myndum af jólunum og svo áramótafærslunni góðu. Fyrir ykkur sem eruð ný byrjuð að lesa þá er áramótafærslan orðin hálfgerð hefð. En ég hef gert eina slíka á hverju ári síðan 2006. Þannegað færslan í ár verður því fimmta í röðinni! Ég trúi því varla sjálf að ég séu búinn að halda úti bloggi svona lengi, en ég var búinn að vera með tvær aðrar bloggsíður áður en ég byrjaði að skrifa þessi blogg. Ég er sem sagt búinn að halda út bloggi í meira en 6 ár! Það hefur þó verið mismikið varið í færslurnar. Ég ætla leyfa ykkur að dæma það sjálf hvort ég hafi farið eitthverjum framförum í blogginu eða hvort ég ætti að taka upp gamla stílinn.

___________________________________________________________
Brot úr færsla frá 2. maí 2006

,, Játts kominn með nýja síðu og vonandi hún eftir að ganaga e-h ;)
en jáff á eftir að setja alveg helling hérna inn á;Pen ok þetta kemur allt með tímanum (:

Jáhh það var auðvita skóli í dag eins og alltaf :/ en áttum bara að vera úti í leikfimis tímanum labba og e-h. Svo var bekkjar myndataka :S "rosalegt fjör" alveg hreint. En Púlsinn kemur út þarnæstuviku ;) þið sjáið þá útkomuna á myndonum, er samt ekki viss um að það verði e-h ein mynd þar sem allir eru að horfa í rétta átt. En ég get sagt ykkur það að allar myndirnar eru flottar enda er 8.MÁ alveg fjallmyndarlegur bekkur ;D "

,, ...Lokaballið verður haldið 23 og svo er auðvitað Ungfrú Ísland 24. ekki má maður missa af því ;) Það er að koma sumar frí og endinn á þessari önn er að koma. 10.bekkur að fara :/ Og við á leiðina í 9.bekk. Omg ;) hehe já "

,, góð byrjun hja mér á þessari síðu;P er þa ekki;);* ehhe á eftir að laga þetta ég lofa!
blessó :D "

___________________________________________________________

Get ekki ímyndað mér hversu mikill tími hefur farið í að skrifa þessa. Veit það hefur þó tekið styttri tíma en þeir sem reyndu að lesa þetta. Er nokkuð viss um að google translate gæti ekki einusinni höndlað þetta! Sjálf vona ég að bloggið í dag sé skömminni skárri en þetta. Það þarf allavega ekki sér orðabók til að lesa bloggið hjá mér núna. Eða það ætla ég rétt að vona, því ef þið bara vissuð hversu miklum tíma ég eyði í eina færslu! Ég vona bara að það sé þessi virði og þið hafið gaman af þessu. Það verður allavega þess virði fyrir mig þegar árið rennur allt í eitt síðasta daginn. Það verður gott að rifja þetta allt upp hér!

En þessi stutta/langa færsla er senn á enda. Það makalaust hvað ég næ að blaðra út í eitt. Ég er ekkert skárri þegar ég skrifa en þegar ég tala. Ég vona bara að það sé vit í því sem ég segi.

Ég bið að heilsa öllum heima.

Kveðja frá einni sem er að springa úr spenningi fyrir jólunum, nýja árinu og janúrar!