Sonntag, 21. November 2010

Tíminn flýgur!

Ég er skömmuð reglulega afhverju ég sé ekki nóg dugleg að blogga, hvort það sé ekkert að gerast hérna eða hvað sé í gangi. Fremstur í flokki þar er auðvitað pabbi sem sættir sig ekki við aðeins eitt blogg á mánuði. Ég ákvað því að vera fyrr til í þetta sinn og henda inn færslu fyrir ykkur heima.
Það er nú bara þannig að það er alveg hellingur að gera hjá mér! Að fara í skólann og hlusta á svissnesku þýskuna, sem virðist í fyrstu ekkert lík þýskunni þá er maður alveg búinn á því. Tala nú ekki um þegar heimspeki kennarinn dettur það snjallræði í hug að demba tveggtíma prófi sama dag og stærðfræði kennarinn yndislegi hefur algjörlega óskiljanlegt próf. Mikið elska ég svona daga. Alveg mitt uppáhald!

En mér var tilkynnt það í dag að ég væri alveg æðislega
einstakur skiptinemi. Ég talaði none stop og gerði allt vitlaus með öll því ótrúlega sem mér dytti í hug. Ég var fyrst ekki viss hvort ég ætti að taka þessu sem hrósi eða merki um að reyna haga mer almennilega. Eftir langa umhugsun ákvað ég að taka þessu öllu með hrósi. Enda fátt annað í stöðunni. Las einmitt á facinu " Ég reyndi einusinni að vera venjuleg. Það voru leiðilegustu fimm mínútur lífs míns!" . Því þurfið þið ekki að örvænta heima, fáránlegu sögurnar halda áfram að streyma hingað inn, engar áhyggjur!
Annars held ég að þessi uppátæki mín verði aðhlátursefni næstu árin! Veit nú þegar að ég mun eiga stórt hlutverk í spaugstofu fjöldskyldunnar heima. Hef svo sem alltaf átt minn skammt þar.

Ég fékk alveg nett sjokk í morgunn þegar ég áttaði mig á því að það eru 3 mánuðir frá því að ég yfirgaf heimalandið og hélt á vit ævintýranna. Alltof fljótt að líða! Strax kominn meira en 1/4 af dvölinni. Get ekki hugsað mér að ég sé að koma heim eftir aðeins 9 mánuði. Held ég verði hérna nokkur ár í viðbót! Laura tók vel í þá hugmynd, enda enginn lítill íslendingur til að hlægja með henni þegar ég er farinn. Ég sagði henni að hún væri auðvitað alltaf velkominn til Íslands og allur vinahópurinn með. Ég veit ekki hvort ég hefði betur átt að láta þetta ósagt, en nú grunar mig að ég sé ekki á leiðinni ein heim. Mamma það gæti orðið þröngt!

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs1183.snc4/150505_462268099853_645229853_5245231_8133100_n.jpg
Við vinkonurnar, ég og Laura.

Ég hef aldrei kunnað að skauta. Einfaldlega aldrei haft þor né þolinmæðina í að læra það. Gleymi því aldrei þegar ég ákvað að nú yrði ég að læra þetta sem allir fara svo létt með. Reif upp línuskautanna, klæddi Sigrúnu systir í, sem þá hefur ekki verið nema um sjö ára. Þó var hún miklu sleipar á skautum en ég! Við lögðum af stað niður göngustíginn milli grundanna, vorum á leiðinni í sund. En málið er að það, að það má ekkert vera á vegi mér þegar ég skauta og einbeitingin er í hámarki. Það var því heldur skrautlegt þegar ég kem að brotnu malbiki eftir viðgerðir á veginum. Sigrún systir ætlaði aldrei að hætta að hlægja þegar ég tók einkadanssýningu fyrir hana á skautum sem endaði með dynki á ónýtu malbikinu. Þetta var endirinn á mínum tilraunum til að læra að skauta(Bæði línuskauta og skautum á ís)!
Það var því stór sigur á mínum mælikvarða í dag. Eftir þrotlausa þjálfun tímunum samann tókst mér loksins að skuta aftur á bak! Fyrir tveimur vikum gat ég ekki einusinni skautað venjulega heldur þurftir Laura að draga mig um með hokkí kilfu svo ég kæmist eitthvað áfram á svellinu! Það urðu því mikil fagnaðarlæti meðal okkar bekkjasystranna þegar mér tókst hið ómögulega! Næst á dagskrá er að vinna í því að reyna stoppa.

En það er ekki bara þessir meiriháttar skautahæfileikar sem koma manni á óvart núna.
Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt hversu feikilega vel mér hefur tekist að rata. Það er ekki alveg mín sterkasta hlið. Það eru nú til fleiri en ein vitleysis sagan af mér þegar ég er í mestum vandræðum með að rata í Reykjavík. Allar þessar lestar, strætóar eða rútur. Er helst hissa á því að ég sé ekki enn búinn að villast yfir til Ítalíu eða eitthvað lengra en það! Þvílíkar framfarir á öllum sviðum hérna!

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash2/hs497.ash2/77053_457079069853_645229853_5183363_386694_n.jpg
Við skelltum okkur nokkur samann á skauta um daginn.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs974.snc4/76763_457079144853_645229853_5183365_4813441_n.jpg
Við(ég) stútuðum hinum algjörlega keiluíshokki eða hvað þetta kallast!

Í gær var einkonar festival í skólanum. Ég og Sofia ákváðum að það væri nú skandall ef við myndum ekki láta sjá okkur svo við kíktum örlítið inn áður en við fórum í bæinn. Það var boðið upp á mat frá ólíkum löndum, salsa, afríku tónlist, hrað stefnumót og ég veit ekki hvað og hvað, en þemað á þessu var ólíkir menningarheimar. Herlegheitin voru frá tíu um morguninn fram til tvö um nóttina og var öllum frjálst að koma og fara þegar menn vilja. Þetta minnti mig dálítið á ball dag heima á Íslandi. Langur skóladagur,miðasala og stúss frameftir og svo dansiball um kvöldið. Þetta tekur svipaðann tíma. Nema ég er sannfærð um að hátíðin eyði minni orku en hitt!
En þetta var nú samt helvít skemmtilegt kvöld, eins og kvöldin heima líka. Fengum salsa kennslu frá Sofiu, ljómandi góðar súkkulaði pönnukökur, þýska rapptónleika frá eldriborgurum og eitthverskonar þjóðlaga tónlist sem hljómaði einstaklega illa, jafn vel verra heldur en rappið.
Við höfðum það svo einum of kósý núna í morgunn! Sátum og spjölluðum tímunum samann um allt mögurlegt og auðvitað var súkkulaðið á sínum stað. Svona dagar eru náttúrlega algjört möst og stefnan er að taka annan svona sunnudag mjög fljótlega.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs976.snc4/76917_462268139853_645229853_5245232_4852070_n.jpg
Mínar uppáhalds hérna í Sviss! (Laura, ég og Claudia Sofia)


Ég man ekki alveg hvort ég var búinn að segja ykkur frá kettinum Mambo Wechsler, sem stimplaði sig nýverið inn á svarta listann minn. Það var alltaf draumur að eignast gæludýr þegar ég var lítil. Við systkinin fengum, eftir langar kvöldstundir með bottlausu suði, litla sæta kanínu. Var auðvitað himinlifandi með það, en það var lítið sport og við gáfumst upp á endanum. Blessuð sé minning hans. En ég hef alveg gaman af köttum og langaði alltaf í einn. Svo að mér fannst í góðu lagi að leyfa Mambo að kúra hjá mér annað slagið. Enn eftir að við fengum tvo næturgesti þá var mér nóg boðið. Þ.e.a.s. kötinn og matinn hans! Ég krafðist þess að á hann yrði sett bjalla og hann fengi ekki að koma nálægt mínu rúmmi eða kúra með mér framar. Síðann þá hefur verið sífeld togstreita milli okkar þar sem hann virðist gera sér það til gamans að gera mér lífið leytt. Henti honum tíu sinnum út úr herberginu mínu um daginn. Ég má ekki skilja það eftir opið og þá stekkur hann inn. Svo lenti ég líka í því þegar hann kemur með þessa hlussu mús/rottu inn einmitt þegar fjöldskyldan var fjarverandi. Ég hélt ég myndi tapa mér! Eilífðar stríð milli okkar og ef kötturinn hverfur þá neyta ég allri sök! Draumurinn um kött er því orðinn að engu. Pabbi nú er það "bara" að sannfæra Arnar.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash2/hs487.ash2/76029_462267609853_645229853_5245217_5304142_n.jpg
Það var skítakuldi úti svo við tróðum okkur öll inn í míní bíl til að hlýja okkur.
Þröngt meiga sáttir sitja!

Mitt helsta markmið hér eftir er að taka fleiri myndir. Held ég sé ekki með nema 150 myndir í mestalagi af þessum þremur mánuðum sem ég hef búið hérna! Held að flestir skiptinemarnir sé með myndir á bilinu 500 til 1000! Það eru samt alveg löggild ástæða á bakvið þetta. Ég hef einfaldlega ekki tíma til að stoppa og taka myndir, það er svo ofboðslega mikið og ljúft hérna hjá mér. En etta náttúrlega gengur ekki lengur mikið lengur. Set sjálfan mig í myndatöku átak hér eftir.
Megið endilega minna mig á að vera duglegri í þessu. Veit það verður vel þess virði eftir árið þegar ég fer að skoða myndirnar!

Það er stíf dagskrá á næstunni og allt fullbókað hjá mér minnst þrjár vikur fram í tímann. Skóli alla virka daga, eins og venjulega. Helgin fer í sprell með tveimur skiptinema vinkonum mínum frá Brasilíu og Dómenískalýðveldinu hér í Luzern og það er ekki útilokað að jafnvel liggja leiðir okkar til stærstu borgar Sviss, Zurich. En það er ekki bara helgin, jólin eru á næsta leyti, afmælið mitt sem haldið verður með pompi og prakt í janúar og öll herlegheitin sem fylgja því. Alveg ótrúlega spennandi tímar frammundan verð ég að segja!
Ich freue mich sehr auf diese Zeit! (Ég hlakka mikið til!)


Ekki tónlist fyrir alla. En þetta lag er pikkfast í hausnum á mér núna!

Jæja, ég held það sé komið gott í bili! Ég skal reyna að vera duglegri í blogginu, og myndatökunni auðvitað. Það verður þá kannski eitthvað styttra en mánuður í næstu færslu. En ég ætla að enda þetta á góðri speki frá góð vinkonu minni Opruh.

Þetta er mottóið mitt út árið hérna í Sviss:
Live your best life!

____________________________________________

Það voru eitthverjir farnir að spurja hvað heimilisfangið mitt hérna væri. Ákvað að setja það bara hingað inn í staðinn fyrir að senda til hvers og eins.
Ég skrifa nafnið á host pabba mínum hérna í staðinn fyrir mitt þar sem pakkarnir stílaðir á mig komu ekki til skila. Þið getið skrifa á hornið á bréfinu "Ísland" svo ég sjái að það sé til mín.

Marcel Wechsler
Burgmatte 11
6208 Oberkirch
Lucern
Switzerland

Símanúmerið mitt hérna í Sviss er +41 0774758544


Tchüss!