Sonntag, 24. Oktober 2010

Herbstferien (Haustfríið).

Haustið er komið, það er ekki á milli mála. Allt orðið svo ótrúlega falleg, elska litina sem koma með haustinu. Get þó fúslega viðurkennt það að sumarið er alltaf uppáhalds!
Ég afsaka bloggleysið hérna en ég hef verið gífurlega "upptekinn", í fríi undaðfarnar vikur. Mikið ofsalega elska ég fríið mikið.
Við Íslendingar ættum að hafa almennileg haustfrí í skólum. Þetta er alveg dásamlegt fyrirbæri. Hef verið að stunda kirkjuturnalabb í fríinu,kvikmyndamaraþon og túrista ljósmyndir.
Það var þó brugðið út af vananum og skroppið í skemmtigarð, verslunarleiðangur og bakað íslenskar pönnuköku! Já, eins og þið sjáið þá hef ég það ljómandi fínt!

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs831.snc4/69133_446507714853_645229853_5019350_2594993_n.jpg

Áður en ég kom hingað út hélt ég alltaf að heimurinn væri orðin svo hnattrænn. Vissi að sjálfsögðu að það kæmu seinaldabúar inn á milli. En það er alveg hlægilegt hversu mikið maður er spurður og hvernig spurningarnar eru. Ég fæ spurningar allt frá íslenskum arkitektúr eða efnahagskreppu til spurningar eins og ,,eru fjöll á Íslandi?“. Mér finnst þetta auðvitað alltaf jafn skondið.

En þó ég hafi það meiriháttar hér í Sviss þá er þetta ekki Ísland. Það er nánast ómögulegt að fara í hjólatúr án þess að hjóla annað hvort upp eða né niður. Jafnsléttur eru ekki inn í myndinni. Eins og afi sagði: Ef þú ert ekki á leiðinni upp þá ertu á leiðinni niður. Og hvar er rokið! Ég hélt ég myndi seint sakna þess. En jú, það sem þau kalla rok flokkast ekki einu sinni undir golu á Íslandi! Að öðru leyti er verið mjög svipað og heima. Það er farið að glitta í snjó í fjöllunum og það kólnar með hverjum deginum. Er varla að trúa því að ég hafi legið úti í sólbaði fyrir aðeins tveimur vikum, en nú þarf ég vetlinga og húfu. Get samt varla leynt því hvað ég er spennt fyrir snjónnum og bíð með mikill eftirvæntingu eftir að komast á brettið. Er orðin eins og æstur átta ára krakki sem bíður eftir að fá að opna jólagjafirnar. Mikið ofboðslega verður þetta gamann!

Eins og heima þá getur maður ekki verið sammála öllum alltaf. Ég uppgvötaði tildæmis um daginn leyndu hæfileika Sami bróður míns, mér til mikillar óhamingju. Ég get bara ómögurlega ekki skilið þann gríðarlega áhuga sem Sami hefur fyrir sekkjapípum og skotapilsum. Ég kalla þetta ískur en ekki ljúfa tóna eins og hann vill meina að þetta sé. Fékk vægt taugaáfall þegar ég kom heim úr skólanum einn daginn og þessi hávaði mætti mér. Ég hafði einmitt hugsað þegar ég kom inn í götuna og heyrði lágt sekkjapípuhljóð ,, Þetta er án efa eitt leiðilegasta hljóðfæri sem til er. Mikið ofsalega vorkenni ég þeim sem þarf að hlusta á þetta". Ég læt mig þó hafa það að hlusta á lætin einstaka sinnum, enn herlegheitin eru afþökkuð pent fyrir 10 á morgnanna.

Einmitt í þessum töluðu orðum er hann spilandi eins og enginn sé morgundagurinn í herberginu við hliðin á mínu. En bíðið þið þetta er ekki búið. Með honum slógust systurnar tvær. Andrea glamrar á píanó, Christa syngur með barnaefninu og hér sit ég og hugleiði hvort ég ætti að leggja fyrir mig salsa dans til að geta sýnt lit og dansað í takt við herlegheitin. Eða biðja Guð um að senda mér eyrnatappa!

En talandi um salsa. Þannig var að spænka liðið vildi endilega fara að dansa salsa. Ég hélt nú ekki. En lét svo að lokum undan hópþrýstingnum, virkilega slæm hugmynd. Þar sem þetta endaði allt samann á því að ég var dreginn út á dansgólfið í miðri sveiflu með atvinnu salsadönsurum allt í kringum mig. Er nokkuð viss um að það hafi verið meiri skemmtunn að horfa á mig reyna salsa en að dansa sjálfur! Mér tókst þó að komast hjá því að slasa mig eða aðra í minni heiðarlegu tilraun til að dansa salsa. Held ég leggi nú samt dansskónna á hilluna eftir þetta kvöld. Það er öllum fyrir bestu.
Ég tók þó út meiðslin kvöldið eftir þegar ég fór með Christu, systur minni að hitta vini hennar. Nú hugsið þið sjálfsagt ,, Hvað í ósköpunum hefur hún gert núna". Já, mér tekst ýmislegt sem öðrum er ekki fær að framkvæma. Í þetta skiptið skellti ég á hendina á mér. En allt í góðu, ég held fingrunum.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs760.snc4/66003_445773204853_645229853_5008953_2916158_n.jpg
Nýtt persónulegt met! Í 2200m hæð með Alpana í baksýn!


Það getur reynst mér um megn að vakna á morgnanna. Sérstaklega klukkan sex þegar það er byrjað að dimma. Dröslast nú yfirleitt á fætur og kem mér út á skikkanlegum tíma. Það klikkaði örlítið um daginn.
Ég var óvenju þreytt þennan morgunn en kom mér samt framm úr og á leið í sturtu þegar ég áttaði mig á því að við vorum sjö á leiðinni í sturtu á sama tíma. Svo ég lagðist aftur upp í rúmm og ætlaði rétt að halla mér í örfáar mínótur. Þið vitið hvernig svoleiðis endar. Ég rauk á fætur þegar ég áttaði mig á því að ég hafði steinsofnað. Með hausinn undir sturtunni, tannbustann í munninum og ullasokk á öðrum fætinum lít ég á klukkuna ,,Hálf átta, hvur anskotinn". Gríp töskuna, úlpuna, orkustöng og rík út í einum grænum. Úti mætir mér mígandi rigning og rok. Ég blóta þessu öllu saman á íslenku og hjóla eins hratt og ég get fram hjá verkammönnunum sem vinna við viðgerðir á veginum. Það vildi svo heppilega til að ég þurfti að breygja örlítið út á grasið vegna tækja og tóla sem lágu þvert yfir götuna. En þegar ég ætlaði aftur upp á gangstétt renn ég. Í loftinu sé ég kyrrstæðann einkabíl og taldi það vera einstaklega heppilegur lendingastaður. Ég leyt á bílinn í tvær í von um engar rispur(voru sem betur fer ekki sjáanlegar) og dreif mig svo aftur af stað í átt að skólanum. Mæti í skólann, gegnvot, maskara út á kinn, hárið eins og eftir rafstuð og einni mínótu of sein! Þau fengu að kynnast alvöru íslensku blóti þennan morgunn!

Ég er víst ekki alveg með svissnesku taktanna í þessu öllu samann. Ég var í dag spurð afhverju ég væri í ullasokkum og inniskóm í skólanum. Það var víst ekki eitthvað sem þau færu í. Ég svaraði einfaldlega að ég hefði ekki haft lyst á að fara í dressið í morgunn. Kósý dagar eru alltaf góðir dagar. Svo eru svona athriði eins og að detta i stiganum eða sitja inn á bókasafni og lesa þýskar barnabækur. Held ég sé talin frekar mikið þessi skrautlega týpa hérna!

Í lokinn ætla ég að leyfa ykkur að sjá örfáar myndir úr haustfríinu mínu.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash2/hs092.ash2/37922_446507804853_645229853_5019352_968068_n.jpg

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs882.snc4/71538_446507889853_645229853_5019353_5500774_n.jpg
Haustið er komið.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs944.snc4/73726_446508024853_645229853_5019357_5765717_n.jpg

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs156.snc4/37149_446508059853_645229853_5019358_750655_n.jpg

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash2/hs413.ash2/69118_446507499853_645229853_5019344_8189352_n.jpg

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs779.snc4/65904_446507944853_645229853_5019354_5277358_n.jpg
Góður dagur í skemmtigarðinum!

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs898.snc4/73164_446508154853_645229853_5019361_4392710_n.jpg

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs776.snc4/67643_446508234853_645229853_5019362_3663556_n.jpg
Basel. Ein af ófáum kirkjunum sem ég staulaðist upp í.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash2/hs412.ash2/69028_446508094853_645229853_5019360_3381351_n.jpg
Fór í dýragarð með Andreu og stelpunum í blakinu.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs813.snc4/69380_446508269853_645229853_5019364_6691349_n.jpg

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs027.snc4/33690_446508294853_645229853_5019365_7380132_n.jpg
Fór eitt skiptið með Andreu og blakstelpunum í svissneskan húsdýragarð. (Myndir frá Andreu)
Fessti rassin næstum því í þessari rólu. Veit ekki hvort það segir meira um það að ég sé með allt of stórann rass eða ég ætti að hætta leika mér í barnaleiktækjum.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs904.snc4/71777_446507584853_645229853_5019347_4784623_n.jpg
Laugardagskvöld með Andreu og stelpunum. Á myndina vantar Andreu.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs796.snc4/67633_446507434853_645229853_5019342_8106563_n.jpg
Bern.

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs022.snc4/33479_446507629853_645229853_5019348_3499367_n.jpg
"Alþingis"húsið í Bern.

Jæja, þá er komið gott í bili. Vonandi hafið þið gaman af þessu!

Hoffentlich haben Sie es so gut zeit zu Hause, wie ich habe hier!
Auf Wiedersehen - Viele liebe Grusse aus Island!