Samstag, 11. September 2010

Súkkulaði, bækur og bjór.

Ég var víst búinn að lofa að nefna ekki veðrið hérna. Svo að sumarblíðan og dúndrandi góða veðrið verður ekki tekið sérstaklega fyrir í þessa skiptið.

Ég hef haft það mér til skemmtunnar síðastliðnar vikur að hlusta á fróðlegar samræður milli kollega minna hérna. Get hlegið mig máttlausa af mállausu fólki reyna fyrir sér nýtt tungumál! Þetta vefst voðarlega fyrir sumum. Man eftir tveimur dæmum þar sem enskan virðist ekki liggja jafn vel fyrir öllum.
Við vorum að labba í átt að lestarstöðinni í blíðskaparveðri þegar einn okkar reif sig úr peysunni, með svona líka miklum tilþrifum og segir hátt og skýrt ,, I'm sooo hot!". Þessi sami aðili átti einnig gott móment í útilegunni um daginn. Hann gekk um allt og rótaði í öllu draslinu. En það eina sem við náðum upp úr honum var ,,Pasta! Pasta!". Við ákváðum eftir eftir smátíma að gefa honum pasta fyrst drengurinn var að verða staurvitlaus af árangur lítilli leyt að pasta. Það kom þó á daginn að hann hafi verið að leyta að tannkremi.
Ég á það líka til að blaðara heilu settninguna á íslensku. Það er ekki einfalt þegar maður þarf að hlusta á þýskuna, hugsa á ensku en samt hef ég bara þetta eina orð á íslensku. Þetta er dálítið snúið. Ég komst þó að því um daginn að þegar ég á allt í einu að fara tala íslensku þá tekur það mun lengri tíma heldur en enskan. Hitti eina sem var að koma frá Íslandi og ég var í bölvuðu basli með að tala við hana. Endaði með því að við héldum uppi samræðum á alþjóðatungumálinu enskunni.
Ég get þó nefnt tvö orð á íslensku á núll einni. Þessi orð eru í voðalega miklu uppáhaldi hjá svissnesku þjóðinni. Fyrra orðið er (auðvitað) nafnið á okkar ástkæra eldfjalli, Eyjafjallajökull og hið seinna er skál. Það þykir voðalegt sport að geta sagt þessi orð hérna.Það stefnir þó allt í að ég verði altalandi spænsku í lok árs. Þar sem þessi spænskumælandi þverhausar ná því ekki að ég tala ekki stakt orð í tungumálinu!
En nú er ég að reyna stimpla mig inn á þýskuna núna. Það er kominn pressa á mig þar sem ég byrja í nýja skólanum núna á mánudaginn. Ég get ekki sagt að það sé vottur af spenningi í mér, enda fátt meira óspennandi en að þurfa að mæta fyrir 8 í skólann! Ég hélt að svoleiðis væri bæði mannskemmandi og óholt fyrir einstaklinga sem enn eru að stækka!

Já, svo við ræðum nú stækkun. Ég held því stakkt og stöðugt framm að hér í sviss séu málbönd ekki í réttum hlutföllum. Einnig eru stærðir á fötum raglega merktar, minkunn á fötum í þvottavélum er einnig algeng og kollrugluð vigt. Ég hef fyrir löngu gefið það út að ég neita að taka þátt í svona vitleysu.
Í staðinn held ég áfram mínu róli í súkkulaði átinu og reyni fyrir mér í öll því sem mér mögurlega dettur í hug. Babminton æfing á mánudag, handbolta æfing þriðjudag, sund miðvikudag og föstudag, göngutúr hina daganna og tennis í hádeginu. Þessi vigt hlítur að vera vitlaus, hún mælir sennilega í grömmum!

Annars er ég að fíla mig í botn hérna. Ég held að fjöldskyldan mín sé líka mjög sátt með að hafa mig. Það er þó sennilega vegna þess að nú líta þau út fyrir að vera venjuleg og þau geta endalaust hlegið af vitleysunni sem ég geri!
Ég kíkti í stuttan göngutúr um daginn. Ætlaði að labba í kringum þennan bölvaða poll sem liggur rétt hjá bænum. Skundaði af stað, með íslenska tónlist í botni í ipodinum. Eftir tæplega tveggjatíma göngu þótti mér æskilegra að snú við. Hringdi heim og lét vita að ég væri rétt ókominn, þar sem ég hélt að það væri örstutt heim. Enn svo reyndist ekki! Ég vildi auðvitað ekki valda neinum áhyggjum svo ég hljóp meira og minna alla leiðina heim. Þeim fannst þetta auðvitað voðalega fynndið þegar ég mætti, alveg búinn á því og sagði heim hvert ég hefði labbað. Þá var mér tilkynnt að þessi leið væri yfir 20 kílómetrar og tæki rúmlega 4 tíma að labba. Ég tók þetta á tæpum 3 tímum.

Enn einn skandallinn sem ég gerði var núna í fyrradag. Ég sat í sakleysi mínu upp við gluggakistununa á eitthverjum skemmtistað í borginni. Skildi svo ekkert í því hvaða brunalykt þetta væri eiginlega. Sný mér við og sé endana á hárinu á mér í ljósum logum. Þetta kvöld endaði með heima klippingu!

Það eina sem ég fæ fyrir þetta er hrós fyrir að gera kvöldin eftirminnileg. Það sem maður leggur á sig fyrir eftirminnilega kvöldstund!

http://sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc4/hs633.snc4/59321_429702319853_645229853_4711419_957135_n.jpg
Ég og Andrea eitt gott föstudagskvöld!

Núna sekk ég mér ofan í Gauragang. Án nokkurs vafa snilldar verk! Mikið ofboðslega hef ég gaman af þessari bók. Algjörlega minn stíll og auðvitað er húmorinn í lagi. Væri svo til í að koma heim og sjá verkið sýnt á sviði Borgarleikhússins. Er sannfærð um að sú ferð væri vel þess virði!

Íslensku kennarinn bað bekkinn um að nefna þann núlifandi rithöfund sem frægastu væri á Íslandi - ,, Flestir góluðu Halldór Laxnes eða Andrés Indriðason. Ranúr nefndi Morgan Kane, sem hann sagði að byggi í Efra-Breiðholti, en ég benti á Guð, höfund Biblíunnar; Guð er væri víst víðlesnasti höfundur í heimi.
-Guð er ekki rithöfundur! æpti Arnór Eiðsson.
-Hann hefur kannski talað Gamla testamentið inn á segulband?
-Haltu þér nú einusinni saman Ormur! bað Arnór Eiðsson.
- Jú jú, sagði ég, ef þú ert klár á því að Biblían sé eftir einhvern annan."
Úr bókinni Gauragangur eftir Ólaf H. Símonarson.


Þó ég hafi það alveg nokkrum númerum of gott hérna þá get ég ekki sagt að ég elski þessar blessuðu pöddur. Þær eru ekki hátt skrifaðar hjá mér. Ef ég horfi á málið með jákvæðu hugarfari þá tel ég að þær séu á góðri leið með að hjálpa mér að setja nýtt met í úrbólgnum og eldrauðum skordýrabitum! Þegar við flytjum til Mars þá skulum við sleppa því að taka þessi uppáhalds meindýr með!

En planið framundann er skólinn á mánudag. Er skráð í ensku, stærfræði, sögu, þýsku, eðlis- og náttúrufræði, myndlist, íþróttir og fleira. Ég afþakkaði frönskutímanna pent, þar sem ég í fyrstalagi er alveg glötuð í tungumálum, öðru lagi á ég fullt í fangi með þýskuna og þriðja lagi þá hafa krakkarnir hér lært frönsku síðann 10 ára svo ég sagði pass á það. Æfingar eiga auðvitað eftir að taka sinn tíma, en mér lýst voðalega vel á þær. Get ekki beðið eftir að hrista mig aðeins. Svo er fjöldskyldu veisla á morgun, í tilefni lok sumarsins. Einskonar þakkir fyrir yndislegt sumar og kveðja það með smá veislu. Kannski Íslendingar ættu að taka upp þennan sið, sjá hvort við fengjum ekki örtlítið fleiri sólardaga. Það skaðar ekki að reyna.

Um næstu helgi verður stefnan tekin á, annað hvort höfuðborgina sjálfa Bern eða Zurich. Get ekki beðið. Hef sterka tilfinningu um að þetta verði dúndur ferð!

Enn segjum þetta gott í bili!


Ps. Til hamingju með afmælið amma!