Sonntag, 29. August 2010

Tækniörðuleikar


Jæja, kæru lesendur. Ég set eitt skilyrði við þetta blogg. Ef þið ætlið að lesa það reglulega þá heimta ég að það séu skrifaðara skemmtilegar athugasemdir!


Þetta hefur hingað til ekki verið sanngjart skilyrði þar sem ég hef fengið ábendingu um að aðeins þeir sem hafa aðgang af hinum og þessu síðum geti skrifað komment hérna hjá mér.
Ég er búinn að kippa þessu í lag. Ætla fara yfir þetta í fjórum skrefum svo þetta sé alveg á hreinu. Þetta er sáraeinfalt!

1. Þið byrjið á því að fara neðst niður. Fyrir neðan bloggið stendur "comment/comments" þar ítið þið.

2. Þá kemur upp stór gluggi og fyrir neðan einskonar valmögurleikagluggi. Í valmögurleikaglugganum veljið þið "Name/URL" og skrifið í efra nafnið ykkar en í neðra síðuna ykkar, þar að segja ef þið hafið eitthverja. Ef þið hafið enga ráðið hvort þið skrifið eitthvað. Það sem þið skrifið í neðri dálkinn sést ekki nema ítt sé á nafnið ykkar.

3. Síðan skrifið þið að sjálfsögðu eitthvað fallegt og sniðugt í stóra gluggann.

4. Þegar þið ítið á staðfesta("Post comment") þá kemur upp stafir sem þið eigið að stimpla inn og svo íta á staðfesta aftur.-

Ég setti einnig inn svokallað "Like" hnapp eða hvað við eigum að kalla það. Þarf bara að haka við þarna undir blogginu. - Á góðri íslensku er þetta hnappur sem hægt er að haka við ef við komandi hefur ekkert til að skrifa í komment en vill samt láta vita að honum hafi líkað bloggið.

Sodann .. Nú ættu ALLIR, afar og ömmur að geta skrifað sínar athugasemdir hérna!