Dienstag, 1. Februar 2011

Þrír heimspekitímar í frí!

,,Er ekki svefnfriður hérna." Ég reyndi eins og ég gat að loka augunumen náði varla öðru. Þvílík læti. Tvítugur strákurinn hinumegin við gangin með graðhestamúsíkina í botni, gamla kerlingin hliðina á honum snýtir sér eins og hún fái borgað fyrir það. Og ofan á allt þá er ég sannfærð um að þessi hlussulest sé að detta í sundur, ískrar í hverri festingu. Það er ekki nema von að það sé ekki hægt að sofna. Þessar morgunlestar. Ég stytti mér stundir með því einu að horfa út um rúðuna og reyna að greina húsin í myrkrinu. Eitt andartak fannst mér eins og ég væri stödd í miðborg Reykjavíkur. Sá fyrir mér Sundhöllin í Reykjavík, Austurbæjarskóla og Laugarvegin. Eins og lestin hefði borið mig alla leið heim. Kallkerfið grípur í mig. ,,Nechste halt Zug." Strákurinn er horfin út í myrkrið ásamt snýtandi konunni. Skildu mig eina eftir með ískrinu. Ég furða mig á því að ég hafi ekki orðið vör við þegar þau fóru út. Áttaði mig svo á því að það er bara eitt sem lætur mann gleyma raunveruleikunum og ber mann alla leið heim. Draumarnir.
Ég hef vanið mig á taka alltaf með mér blað og penna, hvert sem ég fer. Kemst stundum í skap til að skrifa, um allt mögurlegt. En svona kemur þetta nákvæmlega upp í hausinn á mér. Eins og lesið upp úr bók.
Ah hella. Lestin þýtur í gegnum göngin. Það er farið að birta. Myndar fyrir útlínum trjánna og húsin eru kædd í skjanna hvítan snjó sem hilur allt. Lestir hægir á sér tvisvar áður en ég heyri kallað ,,Nechste halt Zürich Bahnhof." Mitt stopp. Á brautarpallinum bíða mín ferðafélagarnir. Framundan er enn ein lestin. Þetta verður langur dagur. Vonandi næ ég að sofna þó ekki nema örfáar mínútur í þeirri næstu. Eftir fimm tíma ferðalag, yfir meginland Sviss bíður okkar St. Moritz. Ríkasta skíðahverfi í Sviss.

Það var ákveðin lífreynsla að fara til St. Moritz, ef ég get orðað það þannig. Mætti hver miljarðamæringnum á fætur öðrum röltandi í orginal fötum sem hafa verið sérsaumuð á hvern og einn. Þyrlu taxar og fjögurhundruðþúsund króna úlpur. Nokkuð ljóst að ég var ekki innan um eðlilegt fólk. Við létum eftir okkur að setjast niður á fallega hótelið með ótrúlega útsýninu. Mér leið hálf skringilega þarna inni. Þrátt fyrir ótrúlega flott hótel og æðislegt útsýni þá leið mér eiginlega hálf illa að vissu leiti. Ég tilheyri ekki þessum flokki samfélagsins. Þeim sem eyða milljónum í hádegismatinn. Kæri mig reyndar alls ekki um að það. Held ég hafi það miklu betra meðal þeirra sem halda sig á jörðinni.

Ég tók mér smá bloggpásu yfir hátíðarnar, s.s. jólin, áramótin, afmælið og HM í handbolta. Hafði það rólegt heima og gúffaði í mig góðgæti. Ætla ekki að segja of mikið um handboltan. Auðvitað vonbrigði að vissu leyti. En ég er farin að sjá ýmsa kosti við sjötta sætið. Til dæmis þá var ég farin að hafa áhyggjur að því að ég þyrfti að rifta samningnum og koma heim til að fagna komu þeirra. Kemur ekki til málanna að missa að öðrum hátíðarhöldum. Nú svo var um daginn lækkun á gullmarkaðinum svo við getum átt gullið inni þar til seinna.
Leiðin lá upp í fjöllin um áramótin með Sämi og kollegum hans. Höfðum það bara nokkuð gott þrjátíu saman í hermannaskála með Old school þema. Viðurkenni þó að ég hefði með glöðu geði þegið eitthvað annað en spaghetti í matinn(þriðja skiptið í vikunni). Og ekki hefði maður kvartað ef það hefði í minnsta lagi verið keypt stjörnuljós. En komst þó í áramótaskap þegar stillt var á Final countdown og byrjað að telja niður.

Að öðru leyti var ekki mikið gert í fríinu. Bauð skiptinemunum, úr tungumálaskólanum í kökur, harðfisk og djúpur á afmælisdeginum. Svona last minute afmælisveisla, skipurlögð með nokkra klukkutíma fyrirvara. Aðeins að setjast niður og spjalla. Höfum ekki hisst lengi öll saman. Reynum að gera það reglulega en það gengur ekkert alltof vel að smala tuttugu manns saman. Við létum þó ekki þar við sitja og tókum okkur til síðasta fösturdag og skelltum okkur á Mulan Rouge í Luzern. Ótrúlega flott sýning þar. Eftir sýninguna var svo litið við á Ladys night og tjúttað aðeins. Geri mér ekki enn grein fyrir því hvað vitleysu ég hef gert þetta kvöld, þó ég hafi farið yfir kvöldið aftur og aftur í huganum. En röddin sagði skilið við mig þarna um kvöldið. Og á sunnudagsmorguninn var hún nánast horfin! Karlinn í lestinni hélt ég væri mállaus! Hef bara aldrei á ævi minni fengið aðra eins hálsbólgu. ,,Loksins á silent!" sagði eitthver. Ég get sagt ykkur að það er fátt meira óþægilegt en að geta ekki tjáð sig. Ætla rétt að vona að þetta fari jafn fljótt og þetta kom. Er orðin dálítið þreytt á ástandinu.

Á sunnudeginum lá leiðin til Sigurðar og Jónínu í Wengen. Fengum æðislegt veður. Við röltum um Wengen og kíktum meðal annars upp á Männlich. Útsýnið þaðan var heldur ekki leiðlegt. Þau tóku með sér pakkana sem svissneski pósturinn hefði týnt ef þeir hefðu komist í þá. Elska alltaf jafn mikið að fá pakka að heiman. Sérstaklega þegar hann er fullur af þristum, nóakroppi og öðrum fábærum gjöfum. Nammið á sennilega eftir að duga fyrir árið, svo mikið magn.

En eins og stendur í fyrirsögninni þá eru aðeins þrír heimspekitímar í frí. Næsta tveggja vikna frí er Fastnacht fríið. Fyrir þá sem vita ekki hvað Fastnacht er þá er það hátíð þar sem fólk klæðir sig upp í alskonar búninga. Áður voru það starfstéttirnar sem klæddu sig eins en núna er valið frjáls. Í fyrri vikunni af fríinu verðum við í skíðafríi í Ölpunum. Veit ekki hversu mikið af vikunni verður skíðað en það kemur í ljós. Var að skoða það áðan, ég er búinn að vera úti í hálft ár! Trúi því varla. Finnst eins og ég sé bara búinn að vera nokkrar vikur í skólanum. Aðeins tuttugu og tvær vikur í Íslandið góða. Svo núna fara plönin að hrannast upp. Á eftir að gera svo ótrúlega mikið áður en ég fer heim. Allar helgar uppbókaðar langt fram í tímann. Er meira að segja farin að plana páskafríið. Veitir kannski ekki af, þetta líður svo ofboðslega fljótt. Það er þegar búinn einn /tólfti af "nýja" árinu. Hef engann tíma fyrir slór lengur!

Hérna eru örfáar myndir frá hátíðunum og ferðinni til Wengen. Njótið vel!
Raddlausa föstudagskvöldið. Jólamyndin í ár.
Apporo á aðfangadag. Almennilegt!
Nýja árið.


Áramótamaturinn
Afmælið

Bestu vinir
Wengen



Vildi benda ykkur á þessa síðu svona rétt í lokinn. Er alveg fallin fyrir henni. Þú velur þér tónlist eftir skapinu sem þú ert í. Draumur í dós. Mæli eindregið með því að þið kíkið á þetta. Ekkert smá sniðugt.

En ég kveð að sinni. Vonandi var eitthvað varið í þetta.