Samstag, 19. März 2011

Elsku vor

Þið vitið ekki hversu mikið það léttir á mínu hjarta að finna fyrir yndislegu vor golunni. Ég er búinn að hlakka til síðan síðasta sumar. Ég veit þið heima í snjónum eigið erfitt með að trúa þessu. Trúi þessu varla sjálf. Byrjun vorsins er eins og ágætis íslenskt sumarveður! Reyndar fylgir þessu blessuðu skordýrin sem alltaf eru í jafn miklu uppáhaldi, eða þannig. Man eftir einu atviki sem átti sér stað síðasta sumar. Ég sat út í garði og naut seinustu sólargeislanna niðursokkin í bókina. Fann svo fyrir eitthverju detta á hausinn á mér. Hef sjaldan verið eins snögg á fætur, hausinn niður og hristur rækilega. Á stéttina datt þessi fíni kakkalakki. Oj bara!
Það væri ekki leiðilegt ef ég gæti verið svona snögg á fætur á morgnanna. Myndi létta mér lífið til muna. Það var hægara sagt en gert að vakna fyrsta skóladaginn eftir frí. Svo mætir maður alltaf eins og gamall hundur í skólann. Ætli þau séu ekki farin að venjast þessu. En nú er ekki annað í stöðunni en að telja niður í næsta frí. Sem er rétt handan við hornið. Ég hef sagt það oft og segi það aftur. Mikið ofboðslega er þetta fljótt að líða!

Ég ætla reyna segja ykkur frá þessu mjög svo æðislega en tilgangslausa tveggja vikna fríi sem ég var að koma úr.
Því var startað á laugardeginum með veisluhöldum í tilefni frísins og 23 ára gömlu stóru systur. Við fengum nokkra káta kunninga yfir, elduðum góðan mat og skelltum okkur svo í línuskautaparty í miðborginni sjálfri. Ég afþakkaði þó pent skautana enda getið þið rétt ímyndað ykkur hvernig kvöldið hefði endað ef ég færi nú að sýna listir mínar eina ferðina enn. Nei, ég gaf skautana alveg upp á bátin fyrir löngu síðan. Við náðum ekki að kúra okkur lengi í sængina næsta morgun því það var ræst út snemma. Skúrað, skrúbbað og bónað, pakkað, borðað og hlupið af stað til að missa ekki af lestinni. Lestinni sem tók okkur alla leið upp í svissnesku alpana. Við fengum frábært veður vikunna okkar í fjöllunum. Nutum þess að vera loksins komin í frí.
Það hefði nú margur maðurinn haldið að ef maður væri í svissnesku ölpunum þá væri fátt sjálfsagðara að rifja upp skíða taktana eða nota tækifærið og reyna fyrir sér eitthvað nýtt. Tja, við skulum ekki eyða of mörgum orðum um þetta. En ég reyndi að minnsta kosti. Það var því ekki annað í stöðunni en að njóta sólarinnar út á veröndina, í úlpunni, með teppið og ullasokka. Þeir hörðustu hefðu nú skellt sér á bolnum út í blíðuna. En kuldaskræfan ég fer ekkert án vetlinga og húfu. Það er nú eigilega sáralítið frásagnafært sem gerðist í þessari viku. Við höfðum það bara kósý í kofanum. Svo kósý að ég kom kílói þyngri heim. Og þetta frí á að kallast íþróttafrí!

http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash1/181989_10150102601579854_645229853_5995379_318841_n.jpg
Tvær úr afmælinu hennar Christu

http://a2.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/185823_10150102602219854_645229853_5995386_505973_n.jpg

http://a1.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/189223_10150108101964854_645229853_6049444_1913063_n.jpg
Með yndislegt veður á Bettmehrhorn

http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/189144_10150108102104854_645229853_6049446_6526286_n.jpg
Barin á toppnum

http://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/188964_10150108102304854_645229853_6049451_4894967_n.jpg
Aldraða afmælisbarnið.

http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/197349_10150108102404854_645229853_6049453_4912308_n.jpg
Ein til staðfestingar um átak gegn lofthræðslu.

En áfram hélt blessaða íþróttafríið. Það var ekki stoppað lengi við heima eftir vikuna í fjöllunum heldur var stefnan tekin út á göturnar með hinum þúsundunum. Nú var komið að að Fastnacht! Ég spurði einn eftir vikuna afhverju í ósköpunum hann væri svona útrillur. Nú, í þessu íþróttafríi er tekið á því. Þá átti drengurinn við að hann hafi varla sofið í viku! Já, það var tekið á því. Og það sem meira er, allir tóku þátt. Allir mættir í búningum, það var skylda. Þau fá prik fyrir ótrúlegt hugmyndaflug á búningum. Ungir sem aldraðir klæddir sem svín eða drottningar. Ef ég hefði vitað hvernig þetta væri hefði ég kannski eytt lengri tíma í að finna upp á eitthverju nýju. En einfalt er alltaf gott. Það var grafið upp gamalt lak, klippt í tætlur og því skellt undir saumavélin. Uppskeran var þessi líka fína rauðhetta, sem reyndist alveg ótrúlega vel.
Það er ýmislegt furðulegt sem fylgir þessari hátíð. T.d. er aðal sportið að taka þátt í svo kallaðri guggen tónlist. En það er hljómsveit sem fer á milli skemmtana og spilar alvöru tónlist. Lúðrar, trommur og allt sem fylgir því. Ekkert smá flott hjá þeim. Það kom mér verulega á óvart hversu músíkölsk þau eru. Þvílíkur fjöldi hljómsveita sem þarna voru. Klædd upp sem grílur, geimflaugar eða gíraffar. Þessi hátíð kom svefninum alveg í tóma vitleysu. Sem er svo sem ekki skrítið þegar vaknað er fyrir allar aldir og byrjað með skrúðgöngu og látum á svo kallaðri vakningu kl 4 um morguninn. Það er því engin furða að ég sé slöpp eftir hátíðarhöldin. Enda í engu formi fyrir viku veisluhöld. Mikið vildi ég þó óska þess að ég gæti komið og upplifað þessa hátíð aftur!

http://a2.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/185890_10150108102474854_645229853_6049454_2810568_n.jpg
Eins og ég segi þá eru þau engir byrjendur þegar kemur að búnigar vali.

http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/198980_10150108102759854_645229853_6049458_4880892_n.jpg
Guggenmusik.

http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/199678_10150108103149854_645229853_6049465_4126448_n.jpg
Myndatöku átakið sem við tókum í leit að flottasta búningnum.

http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/182683_10150092857084854_645229853_5894160_1025047_n.jpg

http://a6.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/185869_10150108102899854_645229853_6049461_7049772_n.jpg

Ætli ég verði ekki næst Mike Shiva líkt og systir mín var í ár. En Mike er spámaður héðan. Þessi búningur sló rækilega í gegn hjá okkur systrunum. Allir sem voru til í að láta spá fyrir sér. Gat þó ekki annað en hlegið þegar "Mike" fór að lesa úr spilunum og fann út hina furðulegustu hluti. En það sló í gegn, enda bara sagt það sem fólk vill heyra. Svona virka þessir spámenn.

http://a6.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/185939_10150109796164854_645229853_6065151_5184796_n.jpg
Gömlu hjónin, host-foreldrarnir sátu að sjálfsögðu ekki heima.

http://a4.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/190374_10150109794489854_645229853_6065119_5241334_n.jpg
Fastnacht í Luzern

http://a6.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/199611_10150109795139854_645229853_6065130_6588965_n.jpg

http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/189138_10150109795289854_645229853_6065134_8210962_n.jpg

http://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/197042_10150109795499854_645229853_6065137_3160607_n.jpg

http://a1.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/188479_10150109795074854_645229853_6065129_5726793_n.jpg

http://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/190551_10150118328804854_645229853_6134788_6734160_n.jpg http://a1.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/196593_10150118328859854_645229853_6134789_372268_n.jpg
Frá vakningunni í Basel

Ég hef látið dálítið eftir mér hérna í Sviss. Ég ákvað til dæmis einn laugardags morguninn að ég ætlaði að lita hárið á mér ljóst. Og það var gert tveimur tímum síðar. Þakka guði fyrir að pakkalitirnir í migros voru sæmilegir. Hefði geta endað með fjólubláan haus eins og ein lenti í um daginn. Greyið stelpan borgaði svo morðfjár fyrir annan lit á hárgreiðslusofu. Endaði með rautt hár. Sem var þó mun skárra en það fjólubláa. Það er ekkert verið að stressa sig of mikið yfir hlutonum. Eitthvað sem ég er að reyna að læra af þeim hérna. Að mínu mati er stress einmitt ávísun á hausverk og enn einn þreytandi dag.

Ég sýktist ekki bara af ferðadellunni eftir að ég ákvað að gerast skiptinemi heldur líka svo kallaðri tungumála dellu. Get ekki beðið eftir að læra nýtt tungumál. Efst á óskalistanum eru tungurmál eins og spænka, sem ég hef líklegast talað um hérna áður. Eitt mikilvægasta tungurmál í heiminum og svo hebreska, veit ekki alveg hvaðan sú della kemur. En ég er alveg heilluð af málinu. Það er samt ekki svo einfalt að tala svona mörg tungurmál. Bið afsökunar ef þið heima heyrið frá mér setningar eins og til dæmis þesssa: ,,Heyrðu was heldur þú að ich habe gert í gær?".
Ég viðurkenni að ég gleymi mér stundum. Þegar maður þarf að skipta svona á milli þriggja tungumála þá er það enginn barnaleikur. Ég nú löngu farinn að hugsa á þýsku, en þegar ég þarf að þýða þá nota ég bæði ensku og íslensku. Þetta á það til að koma allt saman í eina klessu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ég verð þegar spænskan fer að sýjast inn líka. Ég er strax orðin spennt fyrir þessu.

Í lokinn vil ég biðjast afsökunar á því litla sem hingað hefur komið inn á síðustu tveimur mánuðum. Fékk óteljandi oft ritstíflu við skriftir á þessu bloggi. Reyndar, byrjaði ég að skrifa þetta blogg 9 mars, beint eftir fríið. Síðan þá hef ég verið í bölvuðu basli með að lagfæra það og betur bæta. Inn í þetta kemur auðvitað yndislega kvefið og slappleiki sem ég hef borið með mér í meira en tvær vikur. Af eitthverjum ástæðum næ ég aldrei að hrista það af mér. En nóg um væl og skæl, þetta eru engar löggiladar afsakanir. Vona bara að þessi færsla bæti upp fyrir dauðann tíma hérna.

Lehitrao´ot שלום - Bestu kveðjur úr blíðunni í Sviss.