Mittwoch, 27. April 2011

Korter í Ítalíu og þrír í Þýskaland!

Ég segi alltaf loksins þegar það kemur frí. Hvort sem það er helgarfrí, hádegishlé eða svona yndislegt páskafrí. Allt ofboðslega langþráð frí. Sum meira en önnur. Plana ég öll fríin frá A til Ö og enda svo á því að gera ekki nokkuð skapaðan hlut. Að minnsta kosti ekki helminginn af því sem ég ætlaði mér að gera.
Ég veit þó að það verður ýmislegt gert í þessu fríi. Kemst eigilega ekki hjá því. Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá liggur leiðin út fyrir endimörk Sviss. Hvað er ég að þvælast þarna hinumeginn? Gera eitthvað úr þessu blessaða fríi, fagna afmælum að ítölsku sið og njóta lífsins! Enginn furða að ég hlakka svona til. Þetta verður eftirminnilegar ferðir. Efa það ekki!

Vikan fyrir frí var heit og þreytt. Við vorum í einskonar viðskipta viku. En við fórum í fyrirtækjakynningar alla vikuna. Voru mis spennandi ef við getum orðað það þannig. Mér varð hugsað til ykkar heima þegar við heimsóttum sveppaverksmiðju. Það var nefnilega þannig að við þurftum að labba í gegnum kæliherbergi sem var 4 gráður. Enginn furða að hagkerfið sé frosið, í þessum kulda! Það sem stóð upp úr var þó tvær heimsóknir. Önnur var í einn þektasta spítala í evrópu eða meðferðarheimili fyrir lamaða og veika. Fengum ótrúlega kynningu frá sjúklingum. Fátt meira áhrifaríkara en persónuleg reynsla og frásagnir frá þeim sem þarna eru.
Hitt fyrirtækið, er sprengjufyrirtæki. Bara nafnið gerir það áhugavert. Fengum að spreyta okkur aðeins í slíkri gerð. Komst fljótt að því að þetta er klárlega ekki mitt stekasta svið!
Skólavikan var svo enduð með löngum fyrirlestri um fjármálakreppuna. Fögnuðum þessu alveg gríðarlega enda fátt meira spennandi en öll fjármálakreppa sögð á einum og hálfum tíma. Mér fannst það samt alveg toppurinn á öllu þegar kennararnir voru farnir að dotta! Þá var okkur skemmt.
Við fögnuðum svo páskafríinu með útskriftar-prom balli. Og auðvitað þurfti að splæsa í dress fyrir herlegheitin. Skellti mér loksins til Zurich. Skandall að ég hafi ekki farið fyrr þangað. Ég tók tæknina "leytið og þið munuð finna" enda aldrei komið almennilega inn í borgina. Tæknin virkaði, tók þó sinn tíma. En þið sem hafið eitthverntímann farið með mér að versla vitið væntanlega að ég hef botnlausa þolinmæði í svoleiðis leiðöngrum! Ég studdi mig einnig við fréttina sem birt var á mbl.is um daginn, "Verslunaleiðangrar lengja lífið". Ætli ég lifi þá að minnstakosti nítíu ár í viðbót. Verkefni ferðarinn var reyndar ekki það auðveldasta, því ég get aldrei ákveðið mig þegar kemur að kjólavali! En rétta dressið fannst þó á endanum, eftir 6 tíma verslunarferð. Síðan sagði maðurinn að konur hefðu ekki þolinmæði?
Aðal ástæðan fyrir því að ég hef aldrei farið til Zurich er að ég gef mér aldrei tíma til þess. Bjánaleg afsökun en það er svona með margt annað. Ótrúlega falleg borg það verður ekki tekið af þeim. Það tekur um það bil klukkutíma að fara til Zurich sem er eins og að skreppa til Reykjavíkur. Þó þetta sé nú ekki löng leið þá er hún ótrúlega þreytandi, eins og allt annað ferðalag með lestum þegar maður ferðast einn. Ekkert annað að gera nema horfa út um gluggann. Ég veit ekki hvort þetta verður foreldrunum til mikillar ánægju, en það var nú einmitt þannig í ferðinni til og frá Zurich sem ég fann drauma húsið. Stendur á fallegasta staðnum við Vierwaldstätter vatn. Tilheyrir litlum bæ sem er eins og úthverfi Luzern. Væri ekki leiðilegt að búa þarna! Væri heldur ekki leiðilegt að eiga efni á svona húsi. Eitthverntímann kaupi ég það. Þegar ég verð rík.

Ég bíst ekki við því að það séu margar venjulegar skólavikur eftir. Sjötti bekkur er meira og minna ekkert í skólanum og fimmti bekkurinn fer í undirbúning fyrir næsta ár. Sumarvikan, íþróttadagur og margt fleira. Ekki kvartar maður yfir smá tilbreytingu. En talandi um íþróttadaginn. Þá er verður það skrautlegt. Ég er nefnilega skráð í fótbolta. Sem er svo sem ekki frásagnar vert fyrir Skagamenn. En málið er nú það að það er ekki ein einasta stelpa sem hefur áhuga á fótbolta. Svo ég geri sterklega ráð fyrir að ég sé ein, ein með strákunum.
Það verður eitthvað! Ég á mjög líklegast eftir að slá í gegn fyrir fótboltann eða tango dansinn, sem ég asnaðist til að skrá sjálfan mig í. Veit ekki hvort er skárra.

En þetta blogg átti ekki að vera lang. Bara rétt að láta heyra í mér í tilefni frísins, sólarinnar og æðislegu einu og hálfu vikunnar sem framundann er. Kem áræðanlega með eitthverjar sögur eða myndir frá þessu öllu samann. Skandall ef ég geri það ekki.

En í skaðabætur fyrir stutt blogg koma hér nokkra svipmyndir af síðastliðnum mánuði.

http://www.polaroin.com/uploads/0411/tn_1303603987348.jpg
Ferðin okkar Sofiu upp á Rigi.

http://www.polaroin.com/uploads/0411/tn_1303604273063.jpg

http://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/222710_10150161375934854_645229853_6393077_5348314_n.jpg
Mynd frá Sofu. Hún er náttúrlega algjör snillingur á sínu sviði.

http://www.polaroin.com/uploads/0411/tn_1303605548258.jpg
Of mikið af of góðum mat.

http://a2.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/215626_10150161376924854_645229853_6393098_2157858_n.jpg
Afmælið hjá Pascal. Skársta myndin sem náðist af okkur öllum saman. Við getum bara ekki með nokkru móti verið venjuleg. Besta myndin af 10. Elska hinar samt alveg jafn mikið!

http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/215694_10150161375964854_645229853_6393078_6817188_n.jpg
Útskriftaballsmyndir - Elska þessa svo mikið!

http://a2.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/215898_10150161375979854_645229853_6393079_888458_n.jpg
Stelpumynd kvöldsins

http://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/224270_10150161376039854_645229853_6393082_2733127_n.jpg
Ég og Christian.

http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/215230_10150161376004854_645229853_6393080_6491214_n.jpg
Ein lítil-hópsmynd.. stelpukvöld, þið sjáið til.

http://www.polaroin.com/uploads/0411/tn_1303604474904.jpg
Þrjár ritgerðir, fyrirlestrar... - Skiptinám er ekki bara eintómt sæla.

http://www.polaroin.com/uploads/0411/tn_1303606371065.jpg
Það var sleikt sólina í yndislegu veðri. Og haldið verður áfram uppteknum hætti þangað til...


Ég fór yfir hlutina í huganum, svona er ég við þegar sem að því að pakka. Gleymi ótrúlegustu hlutum. Stuttbuxur, bolur og tannbusti tjékk, sólgleraugu tjékk, páskaegg tjékk, lestarmiðar tjekk. Tjekk? Bíddu bíddu. Lít aftur á lestarmiðan.. Ó jesús. Röng dagsetning! Rauk af stað út um dyrnar, á sokkunum með skónna í annarri og lestarmiðana í hinni. Veifaði eins og fábjáni og stökk fyrir bílinn hjá fóstur pabba mínum sem var um það bil að leggja í stæðið. Því næst var tekinn hámarkshraða akstur beina leið upp á lestarstöð. Ég í þvílíku stress kasti! Var farin að hugleiða hvernig ég ætti eigilega að fara að því að útskýra þetta fyrir fröken Ítalíu. Við rétt smeigðum okkur inn um dyrnar 2 mínútum eftir lokun. Sem betur fer eru þau vinaleg hérna. Svona stress er ekki einusinni sniðugt fyrir mitt litla hjarta og sál! En góð byrjun á míni-evrópu ferðinni minni!

Staðan núna er semsagt svona: ferðataskan er pottþétt til!(þar að segja þangað til ég tek eftir því sem ég gleymi)

Korter í Ítalíu og þrír dagar í Þýskaland!

Adios!