Montag, 9. Mai 2011

Tekin í tollinum og 40 mínútna seinkun til mílanó

Mín yndislega Ítalía. Ég hef alltaf elskað Ítalíu, og Frakkland reyndar líka. Alveg frá því að ég var smá stelpa og pabbi kom heim meða franska landsliðisbúninginn 19 hundruð og eitthvað. Það þykir í raun furðulegt að ég skuli ekki hafa endað í þessum löndum. Ég valdi þó besta kostin. Milli veginn.

Ég var enn með hnút í maganum eftir miðastressið kvöldið áður. Það virðist allt hafa gleymst þarna. Ekki nóg með að ég fattaði vitlausu dagsetninguna heldur ruslaði ég fyrirlestri fyrir mánudaginn eftir frí á núll einni, henti í tösku og kom mér svo upp í rúmm löngu eftir tilsettan háttartíma. Ferðalaginu var svo startað klukkan hálf 6 um morguninn. Bjánagangurinn í mér kvöldið áður orskaðaði því lítinn svefn. Og lítill svefn getur valdið því að ég verð alveg rugluð. Mér tókst að rugla saman Adam, úr jólalaginu Adam átti syni sjö laginu og sesam fræum, á mér meðan ég helti í morgunverðaskálina. Ekki spurja.

Lestaferðin var sára einföld. Svona fyrir okkur sem ferðumst með lestum daglega.
Tipps nr. 1 Ef þú hefur í huga að nýta þér almanna samgönguur máttu alveg búast við seinkunn!
Næsta stopp var Verona Porta Nuova. 10 mínútna seinkun. Ekki mátti það tæpara vera. Ég fékk 5 mínútur til að finna réttu teinana og koma mér þangað. Ég velti því fyrir mér hvort það væri mottu apríl hjá Ítölum, sá sem er með frumlegustu mottuna fær flestu stigin. Þakka fyrir að á Íslandi tilheyri motturnar "bara" mars! Allt skal gert fyrir góðverk. Í lestinni uppgvötaði ég að ég er orðinn agarlega sleip í tungurmálum. Var farin að skilja dálítið í ítölsku þegar mér var bent á réttu teinana eða þegar gamla konuna spurði hvar við værum. Kannski ég slá þýskunni bara upp í kæruleysi og snúi mér að ítölskunni.
Tipps nr. 2 Ef þú ert ljós hærð/ur með blá augu og ákveður að skreppa til Ítalíu, ekki láta þér bregða þó það sé starað á þig.
Ég veit ekki hvaða mannasiði þau læra þarna á Ítalíu, en mér var allavega kennt að stara ekki á fólk. Mér leið eins og endurskínsmerki svona ljóshærð, bláeygð, langt yfir ítölsku meðalhæðinni og blaðrandi tungumál sem ekki nokkur maður skilur, nema ég og Kristjana.
Ég komst að ýmsu þara á Ítalíu. T.d. eru ítölsku einkennin að borða of mikið, koma seint og vera áhyggjulaus. Eitthvað sem ég get ekki.
Við fórum á afmælisdeginum hennar Kristjönu á æfingu hjá skólasöngleiknum. Ég hlakka mikið til að sjá dómana sem leikritið fær. Það er að segja ef þau fá að sýna það. Fjagra tíma æfing skilaði sáralitlu. Enda of seinu ítalarnir með engan aga og buxurnar niður fyrir rass að reyna setja upp Mamma mía. Þið getið rétt ímyndað ykkur. Ég viðurkenni fúslega að ég hefði gjarnan viljað vera lengur á Ítalíu. Þó það væri ekki skynsamlegt kílóanna vegna. Magnið sem þau borða. Var meira að segja send heim með svo mikið nesti að það hefði dugað í marga daga! Það var erfitt að kveðja Ítalíu enda dásamlegt land. En leiðin hélt áfram. Með 40 mínútna seinkun á lestinni, eina ferðina enn. Það bætti ekki skapið þegar ég missti af næstu lest og þurfti þar af leiðandi að taka síðustu lestina heim eða "drunka fólks lestina". Ekki bætti úr þegar fulla fólk fór að týnast inn, með tónlistina í botni og tónlist sem hefði ekki skorað 2 af 10 á góðum degi. Eftir mjög langa 8 tíma í lest fannst mér þetta allt saman ekkert sniðugt.

Við áttum pantað flug daginn eftir. Ég ákvað að vera ekkert að stressa mig yfir því hvað skyldi taka með. Er löngu hætt að taka mark á þessum blessuðu veðurfræðingum. Áætlaði sjálf að það hliti að vera kalt þarna fyrir norðan í Þýsklandi. Við komumst vandræðalaust í gegnum tollinn. Á réttum tíma eins og sönnum svisslendingum sæmir. Vandræðin byrjuðu þó þegar ég hóf þá löngu leyt að klósettinu. Fann ekki nema eina klósetti dyr. Auðvitað gekk ég inn, enda byrja að hleypa inn í vélina. Ég gerist sek um að hafa notfært mér fatlaðraklósettið þarna. (gerist ekki aftur) En það var ekki hjá því komist. Það var ekki aftur snúið, var komin hálfa leið inn þegar ég fattaði hvar ég var. Ég gat ekki haldið hlátrinum inni. Þessi ljóshærða sem fór á karla klósettið!
Við gistum hjá yndislegri fjölskyldu, sem ég kynntist í gegnum vinkonu mína. Hjón á sextugaldri með ótrúlega reynslu af ólíkum menningarháttum. Lentum í óvæntum AFS fundi með hálfri stjórn AFS í Rússlandi og öðrum gömlum skiptinemum sem vildu heimsækja hjónin. Ég gaf ítölskunni séns, en ég lét mér ekki detta það í hug með rússneskuna.
Við vorum nú ekki lengi að uppgvöta það, að það er hálfri hendinni ódýrara í þýskalandi! Þið getið því rétt ímyndað ykkur álagið á litlu handferðatöskunni. Næsta vandræðalega móment átti sér stað inn í matvörubúð. Vildi að sjálfsögðu hjálpa til við að finna hlutina svo ég tók kerruna aðeins til að týna ofan í réttu hlutina. Veit ekki fyrr en það er pikkað í mig. ,,Heyrðu fröken..." Gat verið að þetta var vitlaus karfa!
Ég fékk að heyra það eitt kvöldið. ,,Voðalega borðaru lítið. Ert þú ein af þessum.." Þó að setningin hafi ekki verið kláruð skyldi ég hana nú samt ágætlega. Tek það skýrt fram að við vorum að borða 3 rétta máltíð um 11 leytið að kvöldi til. Á góðum degi get ég torgað ansi miklu. Því ákvað ég að láta ekki tala svona um mig. Næsta dag borðaði ég tvöfalt. Viðurkenni að seinustu bitarnir voru hættir að smakkast eins vel og þeir fyrstu.

Við ferðuðumst mikið með hjónunum og þau voru dugleg að kynna fyrir okkur sögu bæjarins sem og annarra bæja. T.d. vissi ég ekki áður en ég kom að 90% Düsseldorf/Dinslaken er nýlegt. En bæirnir voru rústir einar eftir Seinni heimstyrjöldina. Einnig er fyrr nefndi bærinn host bær fyrir Eurovision þetta árið. Við héldum okkur ekki bara inn í þessum bæjum heldur var vikan full skipuð. Við skoðuðum allar helstu kirkjur í nágrenni við okkur, fórum í stærsta mall í evrópu, létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta í Köln og öllu sem þeirri fallegu borg fylgir og skutumst síðan einn daginn yfir til Hollands! Ég er orðin þrælvön í kirkju arkitektúr. Saga 303 er loksins að skila eitthverju. Fannst þó alveg yfir drifið þegar ég lenti óvænt í því að útskýra hlutskipti páfans í kaþólsku kirkjunni og ég veit ekki hvað og hvað. Ég þekki arkitektúrinn, en ég er ekki einusinni í þessari kirkju.
Held ég hafi aldrei litið á klukkuna fyrr en um 10 leytið, svo mikið var um að vera. Við tókum eitt kvöldið frá fyrir AFS fund. Blönduðum geði við nýja og gamla skiptinema. Ég endaði á því að spjalla við unga konu. Furðaði mig þó á því hversu vel hún talaði þýskuna. Sem betur fer lagði ég ekki í það að spurja. Það hefði verið enn eitt vandræðalegt móment. Hún var nefnilega host-foreldri en ekki skiptinemi.

Tipps nr. 3 Kynnið ykkur allar reglur um handfarangur, sérstaklega vökva og farið
eftir þeim!
Þessi vika var ótrúlega fljót að líða. Yndislegt að fá að eyða henni með þessum hjónum, enda frábær í alla staði. Erfiðasti partu ferðarinnar var að pakka niður öllu því sem við keyptum ofan í þessar smá vöxnu ferðatöskur. Aldrei hélt ég að töskunar gætu tekið svona mikið. Ég vissi þó upp á hár hvað og hversu mikið væri leyfilegt. Það hafa ekki allir tileinkað sér það að kynna sér reglur eða hlusta á þegar þær eru sagðar. Ætla biða þig um að fylgja þessu handfarangurs reglum vel. Ég missti næstum af flugi því ferðafélaginn ákvað að reyna taka með sér tuttugu dollur af vökva í opnum poka. Ekki séns.
Með naumindum náðum við fluginu. Hlaupið í vélina var þó bara upphitun því við höfðum ótrúlega lítinn tíma til að koma okkur úr vélinni í strædóinn og svo yfir í lestina. Það var í raun meira afrek en að koma öllu ofan í töskuna!

Ég lærði helling á þessari ferð. Allt milli himins og jarðar. Ég prufaði kínverskt narsl. Héðan í frá borða ég aldrei neitt sem svo ég get ekki lesið hvað er! Bragaðist eins og gamalt þurrt sússí með salti og sesamfræum. Ég lærði að maður á að fara svangur til Ítalíu og ekki gera ráð fyrir því að þar sé blíða alla tíð. Lærði að gera ráð fyrir því að lestarnar geta verið seinar í báðum löndum. Ekki að gera ráð fyrir því að Ítalir tali ensku eða að þjóðverjar séu strangir og of þverir, það eru nefnilega ekki allir. Ég læt mig héðan í frá aldrei aftur detta það í hug að fara frekar á sóðalegu lestar og flughafnar klósett heldur en klósettin heima. Klósettin á íslenska flugvellinum eru bestu almennings klósett sem ég veit um! Það er þá loksins að við Íslendingar getum verið besti í eitthverju..


http://a1.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/227909_10150174215439854_645229853_6519296_686426_n.jpg
Bella Italia!

http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/228449_10150174215609854_645229853_6519304_3566738_n.jpg http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/228559_10150174215329854_645229853_6519293_6715490_n.jpg

http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/226274_10150174215124854_645229853_6519287_7761770_n.jpg

http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/230749_10150174214989854_645229853_6519281_6471995_n.jpg
Ég og afmælisbarnið.

http://a4.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/229404_10150174215974854_645229853_6519314_2366370_n.jpg
Holland!

http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/221665_10150174876159854_645229853_6526724_8007679_n.jpg
Komst á nammibarinn í Hollandi. Langur og erfiður aðskilnaður frá einum svona!

http://a2.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/223499_10150174217204854_645229853_6519362_4547869_n.jpg
Eftir stutt stopp í stærsta Malli í Evrópu!

http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/230474_10150174219899854_645229853_6519427_7316256_n.jpg http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/229184_10150174220189854_645229853_6519438_438789_n.jpg
Köln í Þýskalandi.

http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/229184_10150174220084854_645229853_6519434_7741019_n.jpg

http://a1.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/221774_10150174220384854_645229853_6519443_1097004_n.jpg

http://a1.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/225554_10150174218734854_645229853_6519415_4777347_n.jpg
Ég og bóndinn í Soest.

http://a1.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/224384_10150174218084854_645229853_6519393_3436498_n.jpg

http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/222819_10150174215859854_645229853_6519311_3764319_n.jpg
Yndislegu viku fósturforeldrarnir.

http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/222239_10150174221214854_645229853_6519477_6782376_n.jpg
Síðasta mynd fyrir flug. - Allt reynt til að koma öllu á réttan stað!

Fleiri myndir má finna á facebook síðunni minni undir Switzerland 4 - Frühling