Donnerstag, 23. Juni 2011

Hárgreiðslu konunni sé lof!

Ég sat þarna í sakleysi mínu og reyndi að ljúka við mína einstöku "Og" ritgerð. Á meðan sat hann pattaralegur í stólnum fyrir framan okkur og röflaði um bókstafinn G, læknavísindi og stúdenta lán. Tvisvar sinnum sjötíu mínútur. Mikið elska ég Heimspeki..
Þó ég viðurkenni að hafa ekki beint einbeitt mér voðalega við að hlusta á fimmtugann karlinn þá áttaði ég mig nú á ýmsu á þessu þreytta föstudegi. Til dæmis hef ég lifað mörgum sinnum þá svokölluðu heimsenda daga og ég náði að ljúka við 1000 orða "Og" ritgerðina á sex tungurmálum (dönsku, íslensku, þýsku, ensku, arabísku og katalónsku). Ég er óstöðvandi..
Á meðan við sátum og reyndum eftir bestu getu að halda augunum opnum og hausnum uppi þá lágu stjöttu bekkingar heima fyrir. Tímakennslunni þeirra var lokið og á þessum tíma áttu þau að liggja í "bókunum" eins og sómasamlegum násmönnum sæmir. Það var að vissara að halda sig við efnið enda 10 ára skólaganga að baki og þetta eru einu lokaprófin. Guð blessi þau. En aftur í heimspeki tímann. Ég held ég fari að safna rassi. Það er svo óttalega óþægilegt að sitja á þessum stólum. Lesið í 40 mínútur sagði hann. Það er nú meiri kennarinn. Það er mér með öllu ómögurlegt að lesa texta þar sem "já þýðir stundum já og stundum nei texta" og ofan á það í þessum hita! Það er bong og blíða. Svo heitt að það er varla líft inn í þeim skólastofum sem snúa gegn sólinni. Að minnsta kosti ekki á íslensku mælikvarða. Það er nú bölvuð tilviljun að ég skuli ekki vera komin nema með rétt rjóðar kynnar og sveittar tær í þessum hita. Það hittir svo óskaplega vel á að ef það rignir þá er það bara um helgar. Ég huga þó að því að stinga annarri hendinni út um gluggan, svona annað slagið. Rétt til að safna D vítamínum.

Það hefur margt drifið á dagana síðan síðast. Svo mikið að mér dettur ekki í hug að skrifa það allt
upp þó ekki væri nema stykk orð. Ætla þó aðeins að taka það besta út og leyfa ykkur að njóta. Sem ég er nokkuð viss um að þið gerið.

Mér var mikið um megn að líta vel út svona eftir árs fjarveru frá heimaliðinu. Það fyrsta var að lita þessa ljótu hárrót. Mikið var ég orðinn leið á henni. Hárið leit út eins og sebrahestur, nema bara með eina breiða rönd efst uppi. ,,Þessi litur hlítur að duga" hugsaði ég með mér á þessum yndæla fimmtudegi. Sá sami og vanalega, fínt. Hefði ég geta bakkað aðeins og breytt þessu örlítið
þá efði ekkert af þessu skéð. Eftir litunina leyst mér ekkert alltof vel á hárið. Það varð of ljóst fyrir minn smekk. ,, Hver fjandinn". Ekki gat ég verið svona. Það bættist því á lista morgundagsinns að kaupa nýjan dekkri lit. Í hádegishlénu skaust ég inn í migros og kippti einum ofan í körfuna. Dreyf mig svo eins og ég gat heim til að hafa tíma fyrir allt saman áður en skotist væri á flugvöllinn. Ég var með langann tjékk lista yfir það hvað ég þurfti að gera áður en yfirvaldið kæmi. Hárið fékk forganginn. Síðar komst ég að því að ákvörðunin um að setja í hárið strax heldur en eftir mat skipti meira máli en ég gerði mér þarna grein fyrir. Á meðan Irma skóflaði eitthverju saman í pottinn niðri, makaði ég helvítis hárlitnum í hárið. Það liðu ekki nema 10 mínútur þangað til mér hætti að lítast á blikuna. Hausnum var stungið undir sturtu kranan. Þetta leit svo sem allt eðlilega út með hausinn svona á hvolfi. Ég róaðis aðeins, en bara aðeins því stóra sjokkið kom þegar litið var í spegilinn. Brúni liturinn sem átti að sjálfsöðgu að vera ljósbrún tónaður leit út eins og miglu klessa ofan á hausnum á mér! Litblindir hefðu geta sagt ykkur að þetta var langt í frá ljósbrún tónað. Hárið á mér var orðin grátt og fjólublátt! Og tveir tímar til stefnu. Með skjálfandi hendur enn í sjokki yfir því sem ég sá hljóp ég niður tröppurnar og inn í eldhús. Tæpum tíu mínútum einna vorum við staddar á hárgreiðslu stofunni. Ég grát bað þar fólkið um hjálp enda orðin tæp á tíma með tómann maga. Mér var skellt í stólinn og undir vaskinn. Það tók hárgreiðslu konuna hálftíma og þrefalda litun til að ná tilsettu markmiði mínu síðustu dagana. Mig langaði mest að kyssa hana og knúsa fyrir að bjarga lífi mínu.
Hárgreiðslu konunni sé lof! Eftir að hafa borgað tók ég á rás upp að lestarstöðinni. Ég skyldi mæta á réttum tíma upp á flugvöll. Það allra besta við þessa sögu er hversu óendalega mikið maður getur hlegið að henni eftir á!

Það var voða gott að sjá þau. Næstum því jafn mikið og þessi sjö kíló af íslensku súkkulaði!Við nýttum tímann vel hér í Sviss. Heilsuðum upp á Lugano, Genf, Zurich svo fátt eitt sé nefnt. Fyrsta skiptið sem það rignir í miðri viku, akkúrat þarna. Það var þó ekki vælt enda ekki hægt fyrir þá sem koma út fjagra stiga hita. Ísar, labb, búðir og fallegir staðir einkenndu þessa 10 daga hjá okkur. Tókum einskonar gullna hringinn hér í Sviss. Pabbi smellti að sjálfsögðu af eins og óður maður. En uppskeran var ekki í verri kantinum.

Upphafið af 10 daga reisunni

Ein sátt með nýja hárið og nýju sjö aukakílóin!



Allra mesta uppáhalds (-1)



Rigi





Luzern





Yndislega Lugano!









Svissneska landsliðið..



Zürich

Genf



Bern





Við skelltum okkur á Jóðlhátíð! Ekki vissi ég að þetta væri nýja sportið.


12. júlí verð ég 19,6 ára. Sem hefur nú hingað til ekki talist neinn himinn hár aldur. En mér er það um megna að skilja afhverju ég hef aldrei áttaði mig á því áður, öll þessi 19,6 ár hversu illa mér er við að segja bless. Sérstaklega þegar maður segir það við manneskju sem þú sérð sennilega aldrei aftur. Hversu fáranlega sem það hljómar þá segir maður setningu eins og ,,Hafði það gott og eigðu gott líf." á meðan þú tekur utan um aðilann í, mögurlega síðasta sinn. Eins og við segjum daglega við aðra kunningja okkar ,,eigðu góðan dag". Fyrir okkur sem þurfum nú að kveðja breytis meiningin við þessu litla orði, á annan hátt. Það var mis erfitt fyrir okkur að halda höfðinu á síðasta skiptinema fundinum. Fyrir þá sem eiga bestu vini þarna var þetta þeim of erfitt. Ég skil þau vel. Sjálf hef ég ekki grátið eins mikið í mörg ár eins og þegar ég þurfti að stilla mér fyrir framan staðinn eftir lokapartýið í gær til að segja bless við all sjöttu bekkingana. Það var í alvöru erfitt að hætta. Hreint út sagt ömurleg tilfinning að segja bless við eitthvern sem þú hefðir gjarnan vilja "eyða" meiri tíma með. Ég sagði það áður en ég fór. Og segi það enn. Eitt ár er of stutt fyrir mig!

Ég hef ekki enn ákveðið hvort ég haldi þessar síðu uppi eftir að ég kem til Íslands, það verður tíminn að leiða í ljós. En hvort sem ég held henni uppi eða ekki þá mun þetta blogg vera næst síðasta bloggið frá Sviss. Því miður.

Það eru þrjúhundruð og sextíu klukkutímar og ellefu mínútur þangað til ég yfirgef Sviss! Mikið vildi ég óska þess að ég gæti margfaldað það með hundrað!